Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 62
56
BJÖRN KRISTJÁNSSON:
[vaka]
kalkblandinn og grófgerður í sér, fann ég þó platínu-
málm óvenjulega ríkan. Leysti ég þann stein fyrst með
saltpéturssýru og hellti henni burt. Þar eftir með
kóngavatni, eimdi lausnina, leysti afganginn í saltsýru
og felldi með sinki og fékk svart málmbotnfall. Botn-
fallið hitaði ég með saltpéturssýru, sem ekkert leysti,
þá með kóngavatni og felldi platínulausnina, eftir eim-
ingu, með klórammonium.
Allra efst við Þvottána eru gangar með blóðrauðum,
hörðum steini. Er járn og mangan í honum.
Lag af rauðu bergi Iiggur i Snjótindinum, en ekki
komst ég þangað.
Loksins athugaði ég lítið eitt Mælifellsdalinn, eink-
um við sjóinn. Undir Krossanesstindinum að austan-
verðu fann ég smá Jeirlög, alveg undir rótum fjallsins.
Eg þvoði þennan leir út i skál og fann þar hreint gull-
korn ekki svo lítið. Sennilegt er, að gullið liggi nokkuð
strjált í leirnum, því að ekki fann ég gull í næstu skál,
sem ég þvoði út. Tími minn var of naumur til athugun-
ar á þessum stað, þvi ég varð að sæta fjöru til þess að
komast þaðan. Leirlög þessi liggja rétt fyrir austan
svo nefndan Illaskúta.
í Hvaldalshálsinum sjálfum, beint upp af þessum
leirlögum, hefi ég fundið gull í grjóti, bæði í gabbro-
steinum og kvarzríku Hpariti.
Það er með þenna stað, Þvottá, eins og aðra staði
hér á landi, að ekki mun vera hægt að komast hjá bor-
unum eða grefti, eí' menn vilja komast að raun um,
hvort borgar sig að vinna þar málma.
HNAUKAR.
Bærinn Hnaukar var hjáleiga frá Þvottá og liggja
löndin saman. Sumir gangarnir á Þvottá liggja því inn
í Hnaukaland. Málmar þar hafa því Hk einkenni og á
Þvottá, en málmsvæðið þar að mun minna.