Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 70
64
BJÖRN KRISTJÁNSSON:
[vaka]
ÝMSAR ATHUGANIR.
1. Fyrstu árin, sem ég gaf mig við þcssum athugun-
um, bræddi ég með blýmenju 30 grömm af grágrýti
(doleriti), sem ég tók hér við sjóinn hjá kotinu
Klettakoti, þar sem nú mun vera ,,Merkisteinn“. Úr
því sýnishorni fékk ég rétt myndað gullkorn, en eigi
hafði ég tækifæri til að vega það. Vel má og vera, að
smá gullkorn hafi verið eftir í beinaöskukopp þeim,
sem blýið var eimt úr, því það athugaði ég þá ekki.
Nauðsynlegt væri þvi að rannsaka nánar grágrýtislög-
in hér á landi. Ef rétt er, að gull hafi fundizt í borhol-
unum í Vatnsmýrinni hér, og gull kom áreiðanlega
upp úr fyrstu holunni, þá er ekki útilokað, að það geti
stafað frá grásteininum, sem ofar lá. Hefir gullið þá 1
leyst sig upp, eins og oft kemur fyrir, og fallið út aftur
úr lausninni á 132 feta dýpi. Það kvað líka stundum
koma fyrir, að stór brennisteinskíshreiður finnast hér
í grágrýtinu; þannig sagði steinsmiðurinn Lyders heit-
inn mér, að þegar hann var að grafa „bakarabrunninn"
á Bakarastígnum, þá hafi hann komizt ofan í lag, sem
var logagylt. En cnginn athugaði þesskonar þá.
Sumstaðar hér kemur og fyrir, að e i r leysir sig
upp lir grágrýti og sezt sem græn húð utan á bergið.
Slíkur eir flýtur fram hjá „Stakk“ i Hólmsbergi fyrir
vestan Keflavík; hefi ég brætt þessa eirhúð með lóð-
pípu í hrein eirkorn. Hið sama kvað koma fyrir í
Hafnabergi, en þangað hefi ég ekki komið.
2. Þegar Katla gaus síðast, athugaði ég ösku úr
henni, sem fallið hafði á Landinu í Rangárvallasýslu.
í smásjá mátti sjá, að askan var ekkert annað en smá-
gjörður brennisteinskís. Var hann mjög gullríkur.
3. Skömmu eftir aldamótin átti ég leið norður í
Húnavatnssýslu; staðnæmdist ég nokkra daga á Kornsá
í Vatnsdalnnm. Rétt innan við túnið á Kornsá liggur
allmikið af flekkóttu gabbrói, sem ég minnist ekki að