Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 102
ÍI6
SÍGURÐÚR ÞÓRÐARSON:
[vaka]
valdsvið sitt og ná undir sig sameiginlegum málum svo
nefndum, eftir því sem þörf þeirra og þroski krefði,
þótt ekki væri fenginn áður réttur til uppsagnar á sam-
bandinu. Og í þriðja lagi er tekið fram, að stefna hans
Og alþingis i stjórnarmálinu hafi verið ein og hin sama
frá þvi á dögum þjóðfundaiáns 1851 og til þess er
bundinn var bráðarbirgðaendi á stjórnarfyrirkomu-
lagsdeiluna ineð stjórnarskránni 1874.
Enn má halda áfram tilvitnunum. Ég vil taka til
dæmis bréf það frá Jóni Sigurðssyni til Konrad Maur-
ers, dags. 14. okt. 1873, sem hr. P. E. Ó. minnist á og
vill draga i sinn dilk (en það ber raunar kröftulega
vitnisburð á móti þvi sem hann er að halda fram).
Bréfritarinn er að segja Maurer frá afdrifum stjórn-
armálsins á alþingi 1873. Og hann segir meðal annars:
„Ég gat ekki komizt að öðru, heldur en að a 11 i r væru
nú á þvi, að nú mætti ekki fresta lengur að alþingi
fengi löggjafarvald og fjárforræði“. En hvernig átti
þetta að geta orðið, ef gera skyldi að vilja Þingvalla-
fundarins og fara að setja á oddinn konungssamband
eitt, sein aldrei hafði verið nefnt fyr? í bréfinu er ekki
vikið einu orði að því að neitt sé rangherint í fundar-
skýrslunni i „Víkverja", og minnist þó bréfritarinn á
það blað og gerir ráð fyrir að Maurer fái það og lesi.
Hann minnist einnig á höfund skýrslunnar, Jón ritara
Jónsson, og telur hann vera stofnanda „Víkverja". „Á
botninum er stefna blaðsins án efa dönsk, en ofan á
er hún íslenzk af þeirri tegund sem danskir íslending-
ar hafa. En eitt hið skrítnasta er það, að nú er ég og
mínar meiningar teknar sem fundinn fjársjóður, þar
sem áður var reynt til að slá mér niður við með hroka-
skömmum .........Þetta kemur nú nokkuð af því, að
Jón er persónulega velviljaður mér, en nokkuð er pól-
itiskt í því til að gera mig grunaðan og reyna til að
\ koma dreifingu á okkar hóp“. Ef Jóni Sigurðssyni hefði
þótt fundarskýrslan rangfæra i einhverju „meiningar"