Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 46
40
BJÖRN KRISTJÁNSSON:
[vaka]
ig bergtegundirnar hafa verið upphaflega á Mógiisá eða
upp af bænum Kollafirði. En sýnilegt er, að þær hafa
hreyzt mjög mikið, vegna langvarandi hita og þrýst-
ings. Síðustu leifarnar af þeiin ofanjarðarhita virðist
vera heita laugin við bæinn Kollafjörð.
Víða mynda jarðlögin á Mógilsá hreiða ganga eða
æðar, sem liggja frá sjó á slcá til landnorðurs upp
undir há Esju, og ennfremur þverganga, sem liggja
þveröfugt. Á stöku stað eru mjóir kalkgangar, sem
virðast breytast í kvarzganga, er neðar dregur. Einn
slíkur kalkgangur var í toppinum á svonefndum Sand-
hól milli Þvergils og Djúpagils. Þessi kalkgangur var
unninn fyrir mörgum árum, þangað til hann þraut.
Gangur þessi slitnar svo ofarlega í hólnum, en virðist
koma aftur fram Þvergilsmegin nokkru neðar, sem
kvarzgangur, enda koma fleiri kvarzgangar fram úr
sama hól, sem liggja yfir Þvergilið, en þeir eru órann-
sakaðir. Yfir þetta Þvergil liggur fjöldi af göngum, þar
á meðal stór kvarzrikur gangur spottakorn fyrir ofan,
þar sem gilið beygir til norðurs.
Þá kemur stór dökkgrænn gangur, sem liggur við
hliðina á kvarzganginum. Rétt fyrir ofan Sandhólinn,
þar sem gilið beygir til norðurs, er stór döltkblár gang-
ur; eru litlar kalkæðar í honuin. Kemur sú hergtegund
einnig fram í botni dalsins fyrir ofan Löngubrekku,
austan við ána Mógilsá.
Ég hefi aðeins rannsakað 3 ganga í þessu Þvergili.
Gang, sem liggur neðan við Sandhólinn, stóra kvarz-
ríka ganginn efsta og græna ganginn við hlið hans.
í þessum göngum öllum fékk ég gull-silfurkorn smá.
Tók ég 30 grömm af hverri steintegundinni og bræddi
þau með blýmenju o. s. frv. og eimdi á venjulegan
hátt.
Næsti kalkgangur liggur austan við ána, slcammt
fyrir ofan Löngubrekku. Er mjög mikill brennisteins-
kís í honum. í honum fann ég gullvott.