Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 31
[vaka]
VÍSINDIN OG FRAMTÍD MANNKYNSINS.
25
leysi eða algerðan ríkisrekstur, þá eru það álíka öfgar
á báðar hliðar eins og ef deilt væri um hollan stofuhita,
og annar flokkurinn segði, að hann væri reginfrost
(-r- 273° C.), en hinn, að hann væri bræðsluhiti járns.
Úrlausnarel'nið er að finna, hvað á að vera skipulags-
bundið og hvernig skipulagið á að vera. Athafnir
manna stjórnast ýmist af sjálfsvild þeirra, eða af með-
vita eða ómeðvita áhrifum frá ýmsum flokkum, er þeir
heyra til. Athöfnum verkamannsins t. d. er að mestu
stjórnað af verkstjóranum um vinnutimann, og geri
hann verkfall, er það verkamannafélagið, sem ræður
því. Þegar hann kýs til þings, ráða aðrir því, um
hverja hann fær að velja, og með kosningaróðrinum
er reynt að binda það val líka. Líklega kýs hann sér
konu sjálfur. En um menntun barna sinna ræður hann
litlu. Þau verða að hlíta þeirri fræðslu, sem boðin er.
Þannig ræður skipulagið mörgu því, sem mest er um
vert. Stétta- og flokksböndin ráða þar mestu. Og hvort
sem er um kjörna stjórnendur atvinnufyrirtækja eða
leiðtoga í stjórnmálum að ræða, geta þeir í framkvæmd-
um orðið því sem næst einvaldir, er þeir ráða yfir blöð-
unum, sem áhrif liafa á almenningsálitið. Þess vegna
verður afleiðing lýðræðisins venjulega sú, að því meira
sem það er að forminu til, því minna er það i raun og
veru, nema í fáum efnum, þar sem ástríður manna
komast á kreik.
Afleiðingin af þeim uppgötvunum visindanna, er gera
sterka miðstjórn og róður fyrir skoðunum auðveldari,
hefir því orðið sú, að flokkar verða fastbundnari,
tamdari og þóttameiri, um leið og þeir verða leiðitam-
ari við foringjana og vald þeirra þar með meira. Russell
virðist því ekki blása byrlega fyrir frjálslyndið.
En verst Iízt honum á samkeppnina milli þjóðanna.
Ef menn létu stjórnast af hagsmunum einum, þá
mundu iðnfyrirtækin verða alþjóðafyrirtæki. En reynsl-
an sýnir, að t. d. olíuhringar,. sem ná um lieim allan,