Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 26
20
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
hér um bil 20%, og aS líkindum einnig til andlegrar
áreynslu. Má neyta þess um langt skeið. Flokkur
námumanna neytti þess í 9 mánuði samfleytt og jók
þáð mjög afköst þeirra. Það hefir engin eftirköst eins
og áfengi og ekki hættulegt að taka ofmikið af því, því
að það verður þá aðeins hægðalyf. Þúsundir manna í
Þýzkalandi neyta þess að staðaldri, og verður það ef til
vill algengur drykkur, eins og te eða kaffi. Skammt-
urinn kostar rúma 4 aura. Haldane telur nautnaefnin
hafa haft fyr og síðar mikið menningargildi og sé elcki
ólíklegt, að menn finni mörg fleiri en nú tíðkast til að
auka lífsþægindin og glæða andlegt líf. En fyrst og
fremst verður þó efnafræðinni beitt til þess að fram-
leiða fæðutegundir. í raun og veru er öll mannafæða
frá plöntunum runnin, því að dýrin, sem vér etum,
eða njótum afurðanna af, lifa á jurtunum. Vér getum
melt mjölvi plantnanna, en ekki tréni þeirra; það
geta aflur á móti grasbítirnir, sem vér síðan etum.
En efnafræðingum hefir tekizt að breyta tréni í sykur,
þótt það sé að vísu enn of kostnaðarsamt, og hyggur
Haldane að á næstu öld muni sykur og mjölvi verða
jafnódýrt og sag, og mörg matarefni eftir svo sem 120
ár verða gerð úr einfaldari efnum, svo sem kolum og
köfnunarefni loftsins. Þegar svo er lcomið, verður ak-
uryrkja að ínestu leyti óþörf, svo að allir geta lifað í
borgum. Það telur Haldane fyrir sitt leyti engan skaða,
því. að borgarlýður standi sízt að baki sveitamönnum.
Hingað til hafi, svo langt sem sagan nær, rnannleg
i'ramför verið framför borga, er drógu sveitirnar nauð-
ugar viljugar í kjalsogið á eftir sér.
Um samband við verur á öðrum jarðstjörnum segir
Haldane, að gaman hefði verið að tala, ef rúm hefði
leyft. Hann hafi að vísu enga hugmynd um, hvort það
geti tekizt, en að það verði reynt, efast hann ekki um.
Hagnýt Iíffræði býst hann við að hafi stórfelld áhrif
á mannlífið í framtíðinni. Læknisfræðin hefir haft ná-