Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 20
14
Á. H. B.: FULLVELDISIXS MIXXZT.
[vaka]
deilumál þjóðarinnar. Æskilegl væri og, að vér hefðum
gerðardóma í öllum atvinnumálum, svo að hvorki verk-
bönn né verkföll gætu átt sér stað í landinu nema þá
um örstutta stund, á meðan verið væri að jafna og út-
kljá deilur manna. Því að öll vor velferð i bráð og
lengd er undir framleiðslunni komin.
Ef ég nú ætti mér óskastund, myndi ég óska þess, að
sem flestir íslendingar gengju í einn allsherjarflokk,
er hvorki kenndi sig við íhald né framsókn, heldur
v i ð r e i s n lands og þjóðar á sem flestum sviðum, og
setti sér það takmark, að ísland innan tiltölulega iítils
tíma vrði í sannleika frjálst og fjárhagsléga sjálfstætt
ríki.
Væri það ekki ánægjulegt fyrir eftirkomendur vora,
ef þeir t. d. gætu haldið 700 ára afmæli afsalsins 1262
og 300 ára afmæli Kópavogssvardaganna 1662 hátíðlegt
með því að sýna og sanna heiminum, að vér árið 1962
værum búnir að nema land vort að nýju og byggja það
mun betur en fyr; að vér hefðuin leitt Ijós og yl svo að
segja inn á hvert heimili í landinu, en að þjóðin sjálf
væri þá orðin svo einhuga og sterk, að henni dytti
aldrei í hug að flýja þetta land, en reyndi að sitja það
sem hezt, sjálfri sér og niðjum sínum til gagns og
hlessunar?
Óskum þess, að þetta megi verða, og árnum svo öll
einhuga og einum rómi íslandi heilla og blessunar.
Ágúst H. Bjnrnnson.