Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 60
54
BJÖHN KRISTJÁNSSON:
[vaka]
saltpéturssýra 1,4), það eimt, afgangurinn leystur með
litlu af saltsýru og vatni, og fellt með klóraminonium.
Ekkert botnfall kom. Þá felldi ég með járnsúlfati og
kom svart botnfall að litilli stundu liðinni, sem ég síaði
frá í öskulausri pappírssíu, þurkaði hana síðan og
brenndi, og bræddi öskuna á koli með bórax, og fékk
á þann hátt hreint gullkorn. Það hefir jafnan verið
regla mín, að prófa öll botnföll með lóðpípunni, er um
góðmálma var að ræða.
Kornin hvítu, sem eftir urðu, reyndi ég að lej'sa aft-
ur í kongavatni, en þau leystust alls ekki; gat því naum-
lega verið um annað að ræða en platínumálminn irri-
dium. í öðrum bræðslum af þessu númeri fékk ég að-
eins gull. Steimnagnið var 30 grömrn í hverri bræðslu.
Þá fór ég eins með nr. 11 og fékk úr því sýnishorni
platínu, fellda með klórammonium, sem ég bræddi í
korn með bórax á koli í efri bláa loganum (oxydations-
loga) og gull, sem ég bræddi í korn á fyr sagðan hátt.
Þá bræddi ég 30 grömm af nr. 13 öldungis eins og
nr. 7 og 11 með blýmenju og 3 grömmum af hreinu
silfri. Varð niðurstaðan hin sama og við nr. 7, en við
það bættist, að ég felldi nú silfurlausnina með saltsýru,
síaði klórsilfrið varlega frá, eimdi löginn þrisvar með
saltsýru, leysti afganginn í nokkrum dropum af saltsýru
og vatni, felldi með klórammonium. Kom dálítið gult
botnfall, sem ég einnig bræddi á koli sem platínu,
í þessu sýnishorni var lítið af gulli, en talsvert af
málminum, sem eklci leystist í kongavatni. Ég reyndi
fjölda af sýnishornum á þennan hátt úr ýmsum göng-
um í gilinu og fékk ávallt korn, ýmist hvít eða gull-
korn, nema í stórum kísríkum gangi, nr. 19; þar var
hvorki gull né aðrir góðmálmar.
Ég get því ekki betur séð en að um gull, platínu og
irridium sé að ræða á öllu svæðinu frá nr. 7 til nr. 18 í
Geitursgili, en að meira beri á irridium en platínu. Um
m álmmagnið er ómögulegt að dæma að svo