Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 76
VIÐNÁM — EKKI FLÓTTI.
Ritgerðir í tímaritum ættu að vera svo úr garði
gerðar, að þær eggjuðu til umhugsunar og umræðu,
manna í milli og í blöðunum. Sumar ritgerðir í tínia-
ritum vorum hafa þessa kosli til brunns að liera. En
þá strandar umræðan oftar en hitt á þögn blaðamanna
vorra og annara ritfærra manna. Ragnar E. Kvaran
segir það satt í ritgerð sinni „Flóttinn“, sem ,,Iðunn“'
flutti i marzhefti þ. á„ að hlaðagreinir og tímarita
sýna aðeins lítinn lit þess, er hugsað er í landinu.
Ýmsir menn, sem lesa allmikið og eru ritfærir, l)úa svo
langt frá prentsmiðjunum, að þeir sjá sér ekki færi á
að leggja orð í belg, enda óvíst að þeir gætu rutt sér
lil rúms hjá ritstjórunum, fyrri en eftir dúk og disk.
Missiris eða ársdráttur á útkomu ritgerðar, sem strjál-
hýli veldur, stopul útkoma tímarita og þrengsli i þeim
—- allar þessar torfærur hamla alþýðumönnum frá
opinberum umræðum, að ég ekki tali um hversdags-
annir þeirra. Þær taka sífellt fyrir kverkar áhuganum
og skipa honum eða neyða hann til að leggja málin í
missirissalt.
Þessi ritgerð Ragnars prests í „Iðunni*^ stjakar við
mér þó nokkuð, jafnframt því sein hún hnippti í dr.
Guðin. Finnbogason og dr. Sigurð Nordal. Nú er meira
en missiri liðið síðan „Iðunn“ varpaði þessu epla-
skurni á borð mitt og nú fyrst fæ ég tóm til að þakka
þeim fyrir sendinguna. En sennilega verður ársl^ngd
liðin, þegar þessi grein mín kemst á almannafæri —
árslengd frá útkomu hinnar. Slíkur seinagangur drep-
ur niður áhuga málefnanna og leggur hvert mál í gerð