Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 17
[vaka]
FULLVELDISINS MINNZT.
11
hvað oss heri að gera til þess að fullkomna hið nýja
landnám vort.
Það, scm varð nieð sambandslögunum 1918, mun
ekki enn hafa verið auglýst nægilega vel. Að minnsta
kosti er það enn á fárra erlendra þjóða vitund, að ís-
land sé orðið sjálfstætt, fullvalda ríki. Til þess að þetta
komist á vitorð allra og' til þess að tryggja sjálfstæði
vort, ætti ísland að sækja um upptöku í Þjóðabanda-
lagið. Thomas Johnson, l'. ráðherra, sem sjálfur hafði
farið sendiför til Genl' fyrir hönd Kanadamanna, benti
á nauðsyn þessa í ræðu, er hann hélt í Winnipeg 1923,
og bað hann mig þá að bera heim boð um þett.a, sem
ég og gerði, en ítreka hér með, einmitt við þetta
tækifæri.
Þá er það og nauðsynlegt til þess að halda uppi full-
veldi voru og sjálfstæði, að vér eflum landhelgisvarn-
irnar og höldum þeim uppi eins og vera lier að alþjóða-
lögum; og það á að vera keppikefli vort að taka þær
með tíð og tíma, ásamt fiskiiniðum vorum, algerlega
í vorar hendur. Þó ríður á, að farið sé viturlega og hóf-
lega, en þó réttilega, með landhelgisgæzluna, svo að af
henni spretli ekki óþarfa erjur við erlend ríki, sem vér
erum engir menn til að standa í stímabraki við. En rétt-
indaveizlur vorar í garð Dana munu að sjálfsögðu
minnka og jafnvel falla alveg burt, undireins og vér
erum orðnir þess megnugir að taka landhelgisgæzluna
algerlega í vorar hendur.
Til þess að efla fjárhagslegt sjálfstæði vort út á við
og inn á við, er oss það lífsnauðsyn að stofna öflugan
innlendan sjóð, milliónasjóð, t. d. með því að lögbjóða
almenna elli- og öryrkjatryggingu; en hún myndi gera
hvorttveggja í senn, tryggja afkomu einstaklinganna í
landinu og efla fjárhagslegt sjálfstæði þess bæði út á
við og inn á við. Með slikum sjóði, sem gerði allt að
því að tvöfaldast á hverjum tíu árum og jafnvel meira