Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 53
[vaka]
UM MALMA Á ÍSLANDI.
47
ganginum er bent á, hvernig frumbeltið getur oft,
vegna þrýstings að neðan, komizt upp á yfirborð jarð-
ar, og er tekið þar sem dæmi Reyðarárfjall, þar sem
granofyr hefir fleygað sig upp í miðjar hlíðar, eða jafn-
vel hærra. Ofan á og til beggja hliða liggur basalt.
Þessara áhrifa hel'ir ekki einungis gætt í því fjalli,
heldur hafa þau verkað bæði á dalinn austan við bæinn
Svínhóla og á Hrosstind. Heitir dalurinn Össurárdalur.
Eftir dalnum rennur Össurá, sem hefir skorið sig mjög
niður. Neðanvert í dalnum hefir frumbeltið brotizt upp
á yfirborðið á nokkru svæði, eflaust samfara því, að
yfirborðið hefir eyðzt á iöngum tíma. Á þessu svæði
þafa málmar spýzt upp hér og þar, beggja megin ár-
innar. Að austanverðu hai'a málmarnir eins og myndað
hreiður, um leið og jarðlögin hafa skekkzt. En að
vestanverðu liggja lögin reglulegar, eða eins og i söð-
ulmynduðum gangi. Liggur steinlag gangsins í þykkum
plötum, sem allar hallast ofan að ánni. í Hrossa-
tindi að vestanverðu, eða dalmégin, er þvergilið Sel-
hólsgil. í barminum norðan við þelta þvergil neðan við
miðja hlíðina koma einnig sömu málrnar fram, með-
fram snjóskafli, þar sem sjaldan þiðnar alveg. Virðast
málmarnir þar liggja á allstóru svæði. Laus hvíl kvarz-
stykki liggja hingað og þangað um skriðuna norður
með fjallinu, og eru sömu málmarnir stundum kíttaðir
við þau.
Allir liggja málmarnir hér í mismunandi líparit-
tegundum; eru þessar bergtegundir niður við sjálfa
ána að mun kvarzríkari en þær eru uppi í fjallshlíð-
inni, og víða með glerglæjum stórum kvarzkristöllum.
Við ána beggja megin lét ég grafa nolckrar holur til
að komast ofan í fast bergið. Og eina holu lét ég grafa
uppi í hlíðinni í Hrossatindinum.
Athuganir mínar á þessum stað leiddu í Ijós, að að-
almálmurinn þar er eirkís, suinsstaðar með blýglanz
og sínkblendu. Og alstaðar fylgir nokkuð af gulli og