Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 129
[vaka]
SETNING ALÞINGIS.
121!
i landinu án tiausts goðanna og vilja landvættanna.
Hjörleifur vildi aldrei blóta og hann var drepinn af
þrælum sínum á fyrsta vori. Landnáma segir það ber-
um orðum, að á þeim stað þorði lengi síðan engi mað-
ur að nema land f y r i r 1 a n d v æ 11 u m síðan Hjör-
leifur var drepinn. Þrælarnir höfðu ekki verið annað en
verkfæri í höndum vættanna, sem vildu ekki þola byggð
hans á þessum stað.1)
Ingólfi hafði auðnazt að festa byggð í hinu nýja
landi. Með því var sýnt, að hann naut trausts goðanna,
og ríki hans var vættum verndað. Þegar allsherjarþing-
staður var valinn í ríki hans og ættmönnum hans með
þvi falin þinghelgun, hefur það ekki verið af því einu,
sem að framan er bent á, að menn vildu sýna þeirri
ætt sérstakan sóma vegna afreka þeirra feðga. Öllum
landsmönnum hefur svo þótt bezt borgið allsherjarþingi
og allsherjarríki, að þingið væri helgað af þeirri ætt,
sem naut slíkrar verndar goðanna. Með því var gifta
þeirra Reykvíkinga lögð á þingstað og þingstörf. Nafn-
ið Ármannsfell sýnir, að fornmenn hugsuðu sér bústað
máttugra vætta í grennd við þingstaðinn. Blót það, sem
i heiðnum sið hefur farið fram við þinghelgun, hefur
verið þjóðarblót, líkt og konungar annars staðar
frömdu lil árs og friðar. Mikils var um það vert, að
það blót væri framið af þeirri ætt, sem reyndust var
að giftu í landinu.
VI.
Alþingishátíðin 1930 verður að mestu leyti háð á
Þingvelli. Mörgum mun þykja sem allar hinar glæsi-
legustu ininningar um alþingi sé tengdar við þann stað,
og er þar vandséð, hvort rneira skuli ineta sögu þjóð-
veldisþingsins forna eða þá tryggð og þrautseigju, sem
1) Smbr. Dag Strömbáck, Att lielga land, Festskrift tillágnad
Axcl Hiigcrström, Uppsala 1928, bls. 198 o. áfr.