Vaka - 01.05.1929, Síða 56
50
BJÖRN KRISTJÁNSSON:
[vaka]
at' málmum, þá rannsakaði ég samt all marga steina,
einkum gabbró. Víða fann ég silfur og kvikasilfur; var
kvikasilfrið einkum í svartasta gabbróinu og í skjöld-
óttu granófyri.
Oft kom fyrir, að ég fann hreint gull í gabbróteg-
undum, en aldrei reglubundið, enda er gabbróið sjálft
mjög mismunandi, og liggur hver tegundin innan um
aðra. Ég tók þvi með mér sýnishorn, sem mest blönd-
uð. Þannig sló ég t. d. mola af 20 lausum björgum í
Stekkjartúnsurð, blandaði þá, er heim kom og muldi.
Síðan blandaði ég mulninginn með blýmenju og öðr-
um bræðsluefnum og eimdi svo blýið. Niðurstaðan
varð, að ég fékk 540 grömm í tonni af silfri, en ekkert
gull. Hinsvegar fékk ég bæði gull og silfur við bræðslu
á sama hátt úr einstökum steini, sem lá neðst í sömu
skriðu, enda hafði ég fundið gullið með lóðpipunni áð-
ur í þessum steini.
Af því ég varð helzt gulls var á láglendinu niður við
sjó, einkum í gabbrógöngum, þá fór ég að leita í sjávar-
sandinum um fjöru, en fjöruborð er þar afar lítið. Ég
gróf niður í sandinn í Hvalnesslcrók svo sem pálstungu,
tók eina fulla skál af sandi og möl, og þvoði allt það
grófa burtu, þangað til ekki var eftir nema um 5
grömm af sandi og málmi í skálinni. Þetta bræddi ég,
er heirn kom, með kolsúrum sóda í deiglu, og fékk
hnöttótt korn á stærð við selahagl. Korn þetta var nú
leyst og lausn þess felld með brennisteinsvetni og
málmarnir aðskildir; reyndust þeir silfur, kvikasilfur,
gull, antiinon og eir.
Síðar aflaði ég mér dálítils af sandi þessum og leysti
hann í cyankalium og felldi með sinki og fékk á þann
hátt gullið aðskilið, sem ég svo bræddi í korn og reyndi
með saltpéturssýru.
Sennilega myndast þessi málmur í sandinum á þann
hátt, að gabbró og granófyrklappirnar við sjóinn eyð-
ast smám saman af sjávarganginum, sem ber inálminn