Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 95
[vaka]
J. S. OG ÞINGVALLAFUNDURINN 1873.
89
betri hag. Kostir þeir, er aðrir byðu oss, gætu hæglega
orðið verri. — Nefndin hefði allsendis misskilið ætlun-
arverk sitt og fundarins, er hún hefði samið frumvarp
lil stjórnarskrár. Fundurinn hefði ekkert Iöggjafarvald;
hann hel'ði eigi meiri þýðingu en alþingi, og jafnvel
eigi eins mikla; hann gæti aðeins komið nokkru góðu
til leiðar, ef hann styddi alþingi eður þann flokk á
þinginu, er fundurinn hneigðist að. Fundurinn ætti að
lofa alþingi að semja við stjórnina um stjórnarskrá
vora. Fundurinn ætti eigi að koina fram með nein ný
atriði, önnur en þau, er alþingi hefði fylgt fram. Slík
aðferð gerði ekki annað en spilla fyrir málinu. Fund-
urinn ætti að halda sér til almennra setninga, og væri
þá einkum þrennt, er hann, eins og allir íslendingar,
ætti að fara fram á í stjórnarmáli voru, það væri lög-
gjafarvald, fjárforræði og ábyrgð fyrir alþingi á gjörð-
uin konungs vors“.
Breytingartillögur voru gerðar við tillögur nefndar-
innar, og að lokum voru borin undir atkvæði fundar-
ins þessi 6 undirstöðuatriði, er tekin skyldu fram í
bænarskrám til konungs og alþingis;
1. atriði. Að íslendingar sé sérstakt þjóðfélag og
standi i því einu sambandi við Danaveldi, að þeir lúti
hinum saina konungi og það. 2. a t r i ð i. Að konung-
ur veiti alþingi fullt löggjafarvald og fjárforræði. 3.
a t r i ð i. Að allt dómsvald sé hér á Iandi. 4. a l r i ð i .
Að öll landsstjórnin sé í landinu sjálfu. 5. atriði.
Að ekkert verði það að lögum, er alþingi ekki sam-
þykki. 6. a t r i ð i. Að konungur skipi jarl á íslandi,
er beri ábyrgð fyrir konungi einum, en jarlinn skipi
stjórnarherra með ábyrgð fyrir alþingi.
Áður en gengið var til atkvæða, urðu enn umræður
um málið, og segist blaðinu svo frá þeim:
,,Eins og von var á, varð mikill ágreiningur um hið
fyrsta af þessum atriðuin. Þeir hinir sömu menn, er
höfðu mótmælt nefndarálitinu, mæltu fastlega á móti