Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 77
[VAKA]
G. I-’.: VIÐNÁM — EKKI FLÓTTI
71
þagnar og deyfðar, eða kemur þeim undir mosavöxt
gleymskunnar.
Dr. Sig. Nordal hefir svarað fyrir sig í ,,Vöku“, fljótt
og skýrt með grein, er hann nefnir ,,Hross-hóf“.
Dr. Guðm. Finnhogason hefir í „Skírni“ ritað Hug-
vekju, sem gæti verið svar frá hans hálfu. Þeir sem
sitja við tímarita arineldirin geta hamrað járn, meðan
heitt er. Nú verð ég að hamra kólnað járn, svo að það
hitni, ella heita minni maður. Þá er að taka til ham-
arsins og sjá hvað setur.
Sumt í ritgerð Ragnars er vel sagt og sleppi ég um-
ræðu um þau atriði, af sparnaðarástæðum (rúnís). Og
eru þau atriði þó umræðuverð. Ritgerðin fjallar að
sumu leyti um frámför og íhald. Það málefni er sifellt
uppi á baugi i hverju þjóðfélagi. En Ragnar flaskar á
því, að hann byggir ritsmíð sína á losaralegum grund-
velli. Hann segir og fullyrðir, að vér þíemenningarnir
séum á f I ó 11 a f r á in e n n i n g u ri n i, sem veröld-
in hefir á boðstólum. Á þessari leirjörð byggir hann
árásakastala sinn eða áhlaripavígi. Ef hann hefði tekið
sér fyrir hendur að sýna fram á það, að vér værum
v i ð n á m s m e n n g e g n a n n m ö r k u m in e n n -
i n g a r i n n a r , hefði hann farið með viturt mál og
s'att. En honum þótti hitt hæfa að gefa á sér höggstaði
og' verður hann nú að gjalda þess, að hann lagði í
þetta sinn á hilluna skynsamlegt vit, öðrum þræði.
Ragnar kallar mig „höfuðspámann flóttastefnunnar“
og eru nafnfestisröksemdir hans á þessa leið:
Það er alkunna, að hann hefir ekki mælt bót nokk-
urum breytingum, sem orðið liafa i landi voru, frá því
er hann var harn að aldri. Hann hatar, að því er virð-
ist, skóla vora — sérstaklega velur hanri þeim mönn-
um háðuieg orð, sem fást við barnakennslu — og talar
yfirleitt um liina nýrri kynslóð í landiriu, sem í henni
væri sára lítið annað en „uppskafningar, letingjar og
fífl“. Hefði einhver flónskjammi sagt þetta, mundi ég