Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 16
10
ÁGÚST H. BJARNASON:
[ vaka]
Og þótt margt sc enn í kaldakoli hjá oss eða aðeins í
byrjun, þá er allt að verða nýtt.
Vcr eruni farnir að rækta og hýsa landið að nýju;
vér höfum byggt vegi og brýr, sem hvergi voru áður
til; vér höfum reist vita og sjómerki hringinn í kring-
um strendur landsins, og vér höfum lagt ritsíma og
talsíma um land allt; vér höfum stofnað eimskipafé-
lag og eignast tiltölulega stóran flota af togurum og
línuveiðurum, svo og fjölda mótorbáta. Vér höfum
margfaldað framleiðslu vora bæði á sjó og landi. Við-
skiftavelta vor var 1880 um 11 inill. króna, en árið
1924 var hún orðin um 150 mill. króna. Innieign vor í
sparisjóðum og bönkum var 1873 einar 13,600 kr., nú
er hún orðin um eða yfir 40 mill. króna. Skuldir þjóð-
arinnar hafa að vísu aukizt frá því sem var; en fast-
eignir hennar hafa líka margfaldazt að verðmæti; hús-
eignir í Reykjavík einni saman eru virtar um 70 mill.
kr. til hrunahóta. Þannig hefir allt aukizt og marg-
faldazt á þessum liðugum 50 árum, sem vér höfum átt
með oss sjálfir, og framfarirnar orðið meiri og stór-
stígari á þessum fáu áratugum en allar 10 aldir sam-
fleytt þar á undan.
Og þó er flest aðeins í hyrjun hjá oss og af van-
efnuin gert. Og enn stöndum vér höllum fæti, ef nokk-
uð hjátar á. Enn er land vort ónuinið að mestu. Og
enn er fullveldi vort og sjálfstæði alls ekki tryggt,
hvorki fjárhagslega né menningarlega. Það er ekki orð-
ið fulltryggt, fyrri en vér höfum numið og byggt land
vort að fullu og fyrri en vér erum orðnir fjárhagslega
sjálfstæð þjóð, sem ekki þarf að leita til annara landa í
hvert skifti, sem henni er fjár vant til einhverra nauð-
synlegra fyrirtækja.
Því langar mig nú að lokum til þess að segja fáein
orð um það, hvað oss beri að gera til jiess að treysta
fullveldi vort og sjálfstæði svo, að það bili ekki, og