Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 15
[vaka]
FULLVELDISINS MINNZT.
9
horfðum hljóðir, en alvörugefnir á hinn upprennandi
fána og fókum við þeirri miklu ábyrgð, sem er full-
veldinu samfara, þeirri sjálfsögðu skyldu að eiga nú
sjálfir að sjá hamingju lands vors borgið í bráð og
lengd. Ég veit ekki, hvernig öðrum hefir liðið á þess-
ari hátíðlegu stundu, en hún fékk svo á mig, að ég
hristist og skalf af geðshrœringu.
Og var það ekki i raun réttri stórfellt og ógleyman-
legt augnablik? — Þetta var „hamarsheimtin“, — end-
urheimt fullveldis vors. Og þessu höfðu þá Jón Sigurðs-
son, samherjar lians og eftirkomendur fengið áorkað,
að réttuin 70 árum eftir að hann með Ávarpi sínu til
íslendinga hafði hafið stjórnmálabaráttu sína var Island
orðið frjálst og fullvalda ríki. Vér höfðum fengið viður-
kenningu sambandsþjóðar vorrar fyrir því, sem vér
raunar vissum fyrir löngu, að vér sjálfir ættum þetta
land, sem vér höfðum numið og liyggt, þar sem feður
vorir höfðu starfað og strítt, en mæður vorar glaðst og
grátið í full þúsund ár, og vér nú áttum að fara að
nema og byggja að nýju.
Vér niununi seint gleyma stjórn Dana veglyndi það,
sem hún þá sýndi oss, enda fékk hún bráðlega launin,
því að sltömmu síðar fengu Danir nokkurn hluta af
Norður-Slésvík og voru þeir þá góðu bættir að þegna-
tölu fyrir það, sem þeir þá höfðu misst. Réttlætið hafði
sigrað, og báðum löndunum, Danmörku og íslandi, var
það til stórsóma, hvernig málum þessuni lauk.
Hið nýja landnám vort hófst í raun réttri á þjóð-
hátíðarárinu 1874, þá er vér fengum aftur fjárforræðið;
það efldist og magnaðist ineð heimastjórninni 1904 og
það hel'ir sífærzt í aukana síðan. Um framfarir hér á
landi var alls ekki að ræða, fyrri en vér fórum að eiga
með oss sjálfir, eða síðustu fimmtíu árin, eins og ég
hefi lýst í grein, sem ég reit í „Vöku“ í hitt eð fyrra.