Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 23
[ vaka]
VÍSINDIN OG FHAMTÍÐ MANNKYNSINS.
17
farir urðu þá í vísindum. En sem stendur eru litlar
líkur til, að svo fari aftur. Auðvaldið þarf á vísinda-
mönnum að halda lil að mala sér gull, þó að það svelti
þá stunduin, og samkeppnin milli þjóðanna mun gera
það að verkum, að menn gela ekki án vísindamann-
anna verið. Auðvitað væri það hugsandi, að menningin
hryndi í rústir um heim allan, eins og hún hefir gert
sumstaðar í Rússlandi; en það mundi að líkindum
aðeins sk jóta þessu máli á frest um nokkur þúsund ár,
og jafnvel i Rússlandi eru enn gerðar merkar visinda-
rannsóknir.
Haldane gerir þvi ráð fyrir, að vísindin hafi sinn
gang, og reynir nú að gera sér hugmynd um breyt-
ingar þær, er þau muni valda. Hann minnir á, að H. G.
Wells spáði því í einni bók sinni 1902, að árið 1950
mundu flugvélar þyngri en loftið geta komið að haldi
í stríði. Spádómur hans varð heiluin mannsaldri á eft-
ir tímanuin. Haldane segist ekki ætla í bók sinni að
vera í neinu djarfari en Wells var i spádómi sínum.
Hann víkur fyrst að eðlisfræðinni og telur Einstein
mesta mann af Gyðingakyni, siðan Jesús Kristur kom
fram. Hyggur hann, að heimsskoðun sú, er af kenn-
ingum Einsteins leiðir, muni, er tímar líða, valda mikl-
um breytingum á skoðunarháttum manna í ýmsum
efnum, en erfitt er á að gizka, hvernig þær verða. Hins
vegar muni framfarir í eðlisfræði hafa í för með sér
ýmsar verklegar umbætur, t. d. að ljós eftir ein 50 ár
kosti ekki nema 1/50 hluta af því, sem það nú kostar,
svo að í borgum verði bjart um nætur jafnt og um
hæstan dag og allar athafnir manna þar með auðveld-
ari. Flutningar og samgöngur manna á milli verða æ
hraðari og auðveldari; þar með verður lífið æ fjöl-
þættara og fleira um að velja, máttur manna til góðs
og ills meiri og meiri.
Til allra slíkra framfara þarf tvennt: mannafl og
vélafl. En því meir sem hver iðnaður verður öðrum
2