Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 127
| VAKA
SETNING ALÞINGIS.
121
Kols hafi gerzt í hrauninu og helzt á svæðinu milli Al-
mannagjár og Hrafnagjár, og sennilega hefur þá bær
Þóris verið í grennd við vatnið eða ána, annaðhvort
þar sem nú er Vatnskot eða á þingstaðnum sjálfum.
Þórir hefur verið lítilla manna og fengið byggðarleyfi
i afréttinum hjá þeim mönnum, er næstir áttu lönd,
enda láta höfðingjar á Ivjalarnessþingi sök hans til sín
taka. Og þó að land Þóris, sem sektarfé varð, hafi ver-
ið stofninn i löndum þeim, er lögð voru til alþingis
neyzlu, má telja víst, að meira hafi þurft til. Beitiland
fyrir allan þann hrossasæg, sem til alþingis kom, hef-
ur ekki verið nægilegt nema við hafi verið bætt lönd-
um fyrir vestan Öxará. Hafa það verið bein framlög
bænda fyrir neðan heiði til þinghaldsins.
Allt er óljóst um, hvenær bærinn á Þingvelli sjálfum
hafi fyrst verið byggður, þar sem hann nú er. í Land-
námu er nefndur „Brandr á Þingvelli",1 afkomandi
Steinröðar á Steinröðarstöðum. Eftir ættliðunum að
dæma hefur hann verið uppi snemma á 12. öld, og má
vera, að hann hafi fyrstur manna reist þar bú. En
ekki hafa mannal’orráð verið í þeirri ætt. Af Sturlungu
er það kunnugt, að fyrir og eftir 1200 bjuggu allsherj-
argoðarnir á Þingvelli, G,uðmundur Ámundason gríss
og Magnús sonur hans (d. 1240). Ætt þeirra verður nú
ekki rakin til Reykvíkinga, þó að sennilegast sé, að
þeir hafi verið beinir afkomendur Ingólfs, úr því að
þeir áttu goðorð þeirra frænda. Flutningur allsherjar-
goða frá Reykjavík til Þingvallar sýnir þá ásamt öðru,
að Reykjavikurgoðar hafi frá upphafi átt ítök um þær
slóðir.
Það má heita furðuleg tilviljun, að staður, sem fyrir
allra hluta sakir var jafnvel til þinghalds fallinn, skyldi
vera til í grennd við Reykjavík og Kjalarnessþing, og
er ekki að furða, þó að mönnum hafi fundizt, að hans
1) Lnndnámabók (1925), bls. 28.