Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 94
88
SIGURBUR ÞÓRÐARSON:
[vaka]
að því af kjörnum fulltrúum þeir Jón Guðmundsson
ritstjóri, annar af fulltrúum Reykjavíkurbæjar, full-
trúarnir úr Gullbringu- og Kjósarsýsiu, þeir séra
Matthías Jochumsson og séra Stefán Thorarensen, og
Eggert bóndi Jónsson á Kleifum i Gilsfirði. Hér skal
tilfært orðrétt það sem blaðið hefur eftir þessum fimm
mönnum:
„Nefndin hefði eytt tímanum með því að verja hon-
um til að semja stjórnarskrá. Stjórnarmál vort væri of
flókið til þess að maður gæti gert út um það á fáum
tímum; til þess veitti eigi af fleiri vikum. Frumvarp
nefndarinnar bæri og ljósan vott um fljótvirkni henn-
ar. Það væri með öllu óhugsandi að konungur gæti sam-
þykkzt þvi frumvarpi, er stungið væri upp á. Það
myndi jafnvel vera bein ólög, að gera það, því að
þetta væri alveg nýtt frumvarp, og alþingi hefði heimt-
ingu á að fá að segja álit sitt uin hvert það frumvarp,
er borið væri upp fyrir konung, fyr en hann samþykkti
það. Fundurinn myndi því hæglega geta orðið „öðrum
til athlægis og engum til gagns“, ef hann samþykkti
frumvarpið. Hver maður, er hefði dálítið vit á stjórn-
arhögum, yrði að geta séð, að engi konungur gæti sam-
þykkzt annari eins ákvörðun og þeirri, er nefndin hefði
stungið upp á í 2. grein sinni, þar er alþingi væri gefið
vald til að setja lög í mót vilja konungs. Vildum vér
hafa slíka lagaákvörðun, þá yrðuin vér að segja alveg
skilið við konung og stofna lýðveldi. 1. grein nefnd-
arinnar mundi eigi heldur geta náð samþykki konungs
eður alþingis. Vér gætum mjög vel verið frjálst þjóð-
félag’, þótt vér hefðum sum mál sameiginleg við Dani,
og öllum, er vit hefðu á stjórnmálum, mundi þykja
jiað stórlega ísjárvert, að segja algjört skilið við Dani,
einkum er litið væri til ágreininga við önnur ríki.
Danir eða einstakir danskir stjórnarherrar hefðu vilj-
að beita ofríki við oss, en þó að vér kæmumst í sam-
band við einhverja aðra þjóð, mundum vér eigi sæta