Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 98
‘12
SIGURÐUK ÞÓRÐARSON:
f vaka]
í stsið Jóns Guðmundssonar var svo séra Matthías
Jochumsson kosinn til ferðarinnar, en þess er ekki
getið að neinn hafi verið kosinn í stað Jóns Sigurðs-
sonar. Kann vera að öðrum hvorum varamanninum
hafi verið ætlað að koma i hans stað.
Þetta er hið helzta úr fundarskýrslunni. Hver mað-
ur getur nú sagt sér sjálfur, hve miklar líkur muni
vera til þess að sá sem lét skýrsluna i „Víkverja“ (Jón
Jónsson landshöfðingjaritari) hafi, á áhyrgð ritstjór-
ans, Páls gamla Melsteð ( sem reyndar var ekki eldri
en sextugur þá og ekki farinn að gerast sljóskyggn eða
daufheyrður á það sem gerðist í kringum hann sögu-
legt) og upp í opið geðið á öllum þeim sem höfðu verið
á fundinum eða kunnugt var um það sem þar hafði
gerzt, farið að smíða frá rótum alla þessa sögu um
ágreininginn á fundinum og um afstöðu Jóns Sigurðs*
sonar til hans, farið að gera þeim Jóni Sigurðssyni upp
orðin og farið að skálda svar það sem hann veitti þeg-
ar hann var kosinn til að fara á konungsfund. Þessi
eina alhugasemd ætti að nægja til að kveða niður hina
furðulegu uppgötvun hr. P. E. Ó. Hann segir um
skýrsluna i „Víkverja", að það gagn sé með öllu ónógt
og að ýrnsu leyti viðsjárvert og hafi að geyma blekk-
ingar. Hann á eftir að sanna þetta og ég er hræddur
um, að hann láti það ógert. Þegar skýrslan kom út og
langt fram eftir sumri (til 5. sept.) var Jón Sigurðsson
hér í Reykjavík. Og hann skyldi nú hafa brostið ein-
urð eða þor eða hvað á að kalla það til að leiðrétta
opinberlega það sem ranghermt kynni að hafa þótt í
skýrslunni og nokkru máli skifti. Eða fundarstjórinn
á Þingvallafundinum, Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóð-
ólfs“; hann skyldi hafa hlífzt við að minnast á i blaði
sinu, ef honum hefði þótt eitthvað vera varhugavert
við skýrsluna; honuin hefði verið manna skyldast að
láta það ekki standa óhrakið, enda hafði hann hjá sér
fundargjörðina sjálfa. Eða þá einhverjir aðrir af fund-