Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 36
30
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
Niðurstöðuna má segja í fáum orðum. Vísindin haí'a
ekki gefið mönnunum meiri stillingu, meira vinaþel,
eða meiri mátt til að halda ástríðum sínum i skefjum,
er þeir ákveða, hvað gera skuli. Þau hafa veitt félcig-
um manna meiri mátt lil að njóla sameiginlegra geðs-
hræringa, en með því að gera félagsskapinn fastari,
hafa þau dregið úr þrótti einkalífsins. Sameiginlegar
geðshræringar manna eru aðallega illár; langsterkastar
þeirra eru hatur og keppni við aðra flokka. Þess vegr.-a
er, sem stendur, allt það illt, sem gefur mönnum færi á
að láta eftir sameiginlegum geðshræringum síntim. Af
þessum sökum liggur við borð, að vísindin verði menr-
ingunni að falli. Eina öfluga vonin virðist vera sú, ao
einn flokkur næði heimsveldi, t. d. Bandaríkin, svo að
smám saman myndaðist skipuleg stjórn á fjármálum
og löggjafarmálum allrar jarðar. En þegar þess er gætt,
hve Rómaveldi varð ófrjósamt, væri fall menningar
vorrar ef til vill að öllu samanlögðu betra en þessi úr-
kostur.“
Schiller byrjar hugleiðingar sínar á því, að ljexlu
spámennirnir séu orðnir áhyggjufullir um framtiðina.
Þá uggi, að vér séum orðnir of fróðir og munuin nota
þekkinguna til að fremja sjálfsmorð. En hér sé ekki
um neitt nýtt að ræða. Mannkynið hefir alltaf vitaf
nóg til að sálga sér, en einhvern veginn hefir allt flolið.
En það hefir aldrei vitað nóg til að finna sæluna og
veit ekki enn. Eramtíðin hefir alltaf verið óviss, vegna
þess, að aldrei var víst, hvort menn myndu hafa þekk-
inguna til góðs eða ills, til sálubótar sér eða tortím-
ingar. Alltaf hefir verið um tvo úrkosti að velja og svo
er enn. Mannkynið er Herakles á vegamótum og það
veit nóg til að forðast hættuna, ef það vill nota þekk-
ingu sína rétt. Fyrst er að gera sér Ijóst, að mönnun-
um er fyrir Jöngu hætt að fara fram. Þeir menn, sem
voru uppi fyrir svo sem þrjátíu þúsund árum, virðasí
ekki hafa verið í neinu ver gefnir en vér nú erum.