Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 55
[vaka]
UM MALMA Á ÍSLANDI.
49
og Krossanestindur með Hvaldalshálsi á hak við tind-
inn. í dalnum eru 2 ár, Ljósá og Hvaldalsá, og koma
þær saman neðarlega í dalnumj í báðum ánum eru
fossar, og er fossinn í Ljósá mjög fallegur, þó hann sé
ekki vatnsmikill.
Ljósáin rennur yfir mjög stóra bergbungu, sem virð-
ist hafa lyft sér, eftir að Hornið sjálft myndaðist.
Eigi get ég með neinni vissu sagt um, hvaða herg-
tegund er í þessari bungu, en hún er hörð, Ijós á lit,
með dökkum smádilum, og fer í flögur, er hún veðr-
ast. Mjög líkist hún granófyr. Bergtegund þessi var
mjög notuð í kvarnarsteina fyr á tímum.
Úr vestanverðu horninu hafa fallið stórfelldar skrið-
ur, svo sem Stekkjartúnsurð og Kolheinsurð; er sú
fyrnefnda stærri. Við sjóinn liggur Hvalneskrókur
beint undan bænum; er þessi krókur eða vík aðal lend-
ingarstaðurinn í austanverðu Lóni, enda útræði þar
á vetrum.
Lendingarstað þenna mætti laga með ekki mjög
miklum kostnaði.
Við sjóinn og í túnfætinum og víðar er svarlskjöld-
ótt granófýr, eins og ég gat um á Horni. Sjálft háa
bergið ofan við Hvalnesbséinn skiftist hér um bil í
miðju í gabbró og granófýr. Liggur það síðarnefnda
neðar, eða beint austur af bænuin. Úr efsta toppi þess
falla rauðlitaðir steinar, austan við túnið, kvarzríkt
líparít, líkt og í rauðu skriðunni vestan í Horni, þar sem
ég fann gull og platínu. í þessum hrapsteinum er til muna
af silfri og gulli, og bendir því til, alveg eins á Horni,
að þar hafi legið stórt berg eða safnbelti, sem nú sé að
hverfa. Undirstaða túnsins á Hvalnesi sýnir og, að mik-
ið af slíku grjóti hafi hlotið að leysast upp í fjallinu,
því að þar er þykkt lag af járnryði undir grassverðin-
uin. Til þessa virðist og ef til vill mega reikna „frígull“
jiað, sem finnst hér og þar í gabbrói á láglendinu.
Þó ekki litist mér vel á, að land þetta væri auðugt
4