Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 100
94
SIGURÐUR ÞÓRÐARSON:
f VAKA]
fram að skýrsla blaðsins væri rétt, og datt svo það
mál niður.
Manni liggur við að fyrirverða sig fyrir að vera að
tína til sannanir fyrir því, að Jón Sigurðsson hafi
greint á við Þingvallafundinn 1873 í stjórnarmálinu,
svo alkunnugt sein það ætti að vera. En þegar sjálfur
söguritari hans dæmir það vera að misbjóða hraklega
nafni hans og ininningu að segja það um hann, þá má
búast við að aðrir ófróðari verði ekki lítilþægir á rök-
semdir, ef þeir eiga að geta sannfærzt um, að þessi
dómur sé þvert ofan í öll sannindi. Mun þvi ekki tjá
annað en að halda áfram vitnaleiðslu.
Ég vil þá minna á það, sem Eiríkur Briem prófessor
segir í æfiyfirliti Jóns Sigurðssonar („Andvari" VI. bls.
23): „Til þess glögglega að sýna, hver vilji almennings
væri, vóru að tilhlutun Þjóðvinafélagsins fundir haldn-
ir um land allt vorið 1873, og menn kosnir, aðrir en'
þingmenn, í hverju héraði, er komu saman á Þingvöll-
um fyrir alþingi. Fundarmenn ræddu stjórnarmálið
með ákafa miklum, og þótti það eitt að, að meiri hluti al-
þingis hefði eigi farið nógu langt i kröfum sinum. Jón
Sigurðsson var á fundinum, og leitaðist við að draga
úr ályktunum fundarmanna“. Hann segir svo söguna
af því, er þeir mættust á götu í Reykjavík eftir fund-
inn, Jón Sigurðsson og dr. Jón Hjaltalín, og Hjaltalín
sagði við nafna sinn: „Sjáðu nú til. Þú ert nú búinn
að vekja upp þann draug, sem þú getur ekki kveðið
niður aftur“. — Jón Ólafsson, sem virðist hafa verið
á Þingvallafundinum og hélt þá út blaði („Göngu-
Hrólfi") skrifar 35 árum siðar („Alvöruorð um sam-
bandsmálið", Rvík 1908): „Allt af síðan (þ. e 1848-—
1851) höfum vér barizt fyrir rétti vorum til fulls
sjálfsforræðis, ekki fyrir persónusambandi einu við
Danmörku — því að móti því barðist Jón Sigurðsson
alla daga og sérstaklega ákafa-heitt á Þingvallafund-
inum 1873, — heldur fyrir því að hafa fullrétti i öllum