Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 37
[vaka]
VÍSINDIN OG I-'RAMTÍÐ MANNKYNSINS.
31
Þeir voru að meðaltali um 188 cm. á hæð og heilinn %
stærri en í Evrópumönnum nú á tímuin. Ástæðan til
þess, að meðfædduni hæfileikum manna fór ekki lengur
fram, mun hafa verið sú, að eftir því sem félagslíf og
menning óx, varð meira komið undir sambandi ein-
staklinga við þá félagsheild, er þeir lifðu í, heldur en
dug sjálfrá þeirra. Þeir gátu lifað í skjóli heildarinnar,
notið styrks af hjálpargögnum hennar og þar með
verið minna og minna undirorpnir náttúruvali. Einn
framsýnn ráðgjafi sem Jósep gat haldið lifinu í milli-
ónum þegna Faraós á mögru árunum með fyrirhyggju
sinni á góðu árunum; þegnarnir lifðu og uku kyn sitt
í skjóli hennar, jafnt þeir, sem miður voru gefnir, og
hinir.
Nú hefir mannkyninu engu að síður farið l'rain að
menningu, þekkingu og valdi yfir náttúrunni. Það
kemur af því, að það hefir skapað sér gögn, sem eru
einskonar minni, er varir frá ltynslóð til kynslóðar.
Nú sem áður deyr hver maður, hversu vitur sem er,
og börnin fæðast jal'nómálga og óvita nú sem ?' önd-
verðu. En menningararfurinn geymist og getur gert
barnið, er það vex upp, hluthafa í vizku liðinna alda.
I’yrsl og fremst er málið, sem ekki aðeins greiðir fyrir
öllu samlífi manna og samstarfi, heldur og festir og
geymir hvers konar siði og venjur og skilar þeim
munnlega frá manni til manns. Með leturgerðinni fekk
mannkynið tæki til að geyma allt það, er vert þótti að
inuna. Á þessum grundvelli hafa svo risið mavgvísleg
kerfi trúarhragða, stjórnskipunar, félagslífs og vísinda,
er tengja saman mannfélögin og stjórna þeim, kynslóð
eftir kynslóð, og gera það að verkum, að þekking safn-
ast fyrir nálega sjálfkrafa. Schiller virðist þó ekki örugt,
að þekkingin vaxi án afláts, og sízt sú þekking, sem
mest á ríður, því að það séu örlög allra stofnana að
verða fyr eða siöar hömlur þess máls, er þær voru
settar lil að veita vöxl og viðgang, og svo hafi það