Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 78
72
GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON:
[ vaka]
hafa goldið við þessum gusum þögn fyrirlitningar og
iagt aftur augun. En af því að Ragnar er viti borinn
og orðhagur, þykir mér vert að taka hann tali og
kanna í honum þolrifin.
Hvar og hvenær hefi ég haft í frammi þessi „háðu-
legu orð um barnakennara?"
Hvar og hvenær hefi ég markað yngri kynslóðina
svo sem „uppskafninga, letingja og fífl“?
Hvar og hvenær hefi ég hallmælt listum, sem vakn-
að hafa í landinu, eða því i bókmenntum vorum, sem
er oss til upphefðar?
Hvar og hvenær hefi ég lastað litveg vorn, jarðræktar
viðleitni, kynbætur fénaðar, vatnsleiðslur, ljósleiðslur,
hitaleiðslur, hætt húsakynni, brúagerðir, vegahætur?
í þessum greinum eru framfarirnar fólgnar og breyt-
ingarnar. Það er sitt hvað, að gefa annmörkum sam-
tíðar sinnar og menningarinnar vanköntum selbita, og
hitt, að hata sjálfa menninguna.
Ekki veil ég til þess, að Carlyle væri talinn spá-
maður flóttans, þó að hann lumbraði á þeirri menn-
ingu, sem smurði sig í framan gervilitum falskrar
hvítu og svikins roða.
Ragnar bjargar sér eklti út úr klípu gífuryrða sinna
með því að segja, að ég hafi enga sögu ritað né kvæði
ort til lofgerðar framförum og menningu. Til þess að
byggja á þeirri undirstöðu þyrfti hann að þekkja
ritstarfa hvatir mínar, eða skilja þær. Og
þær g æ t i hann að vísu skilið, ef hann vildi.
Ragnari hefir líklega ekki dottið það i hug, en hann
mun trúa því, þegar ég bendi honum á það — að rit-
höfundar skifta ineð sér verkum, svo að segja, þó að
þeir hafi engan félagsskap sin í milli né tali um slíkt.
Gestur Pálsson tók sér fyrir hendur að lýsa í sögum
h r æ s n i n n i , Einar H. Kvaran hefir, á efra aldiá,
lýst spíritismanum, ég tók að mér I s 1 e n d -
i n g s e ð 1 i ð . Það sýndist mér vera teigur handa mér,