Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 54
48
BJÖRN KRISTJÁNSSON:
[vaka]
silfri. Auka-málmvottar eru þar: arsen, cadmíum og
tellúr.
í byrjun rannsóknar minnar á þessum stað notaði
ég eingöngu lóðpípuna, eins og ég hefi venjulega gert,
og reyndi, hversu leysanlegir málmarnir voru, sem
komu fram við bræðsluna. Blástursbelg notaði ég vana-
lega til þess að ná sem hæsturn hita.
Við hræðslu steinsins að vestanverðu árinnar kom
fram, að 2 af málmunum reyndust óleysanlegir í salt-
péturssýru, sem sé gullið, og dökkblá málmkorn mjög
smá.
Nú þekki ég ekki nema tvo málma, sem geta orðið
hláir við hita, paltínumálmana palladium og rhodi-
um. Og þar sem palladium mun oftast vera leysan-
legt i saltpéturssýru, þá virðast líkurnar meiri fyrir
þvi, að urn vott af rhodium sé hér að ræða. Þó all-
mikið sé af málmum á þessum stað, þá þarf miklu fé
að verja til graftar eða borunar á málmsvæðinu, áður
en lagt er út í námurekstur í stórum stýl. En sennilega
mætti með einföldum áhöldum byrja þar námugröft í
smáum stýl, og láta námuna á þann hátt vinna fyrir
rannsóltn sinni að nokkru leyti. Það vill líka svo vel til,
að nægt vatnsafl er til þess alveg við málmlagið. Vega-
lengdin frá málmstaðnum niður að sjó (Hvalnesskrók)
er mæld að vera 7—8 km. Höfnin þar er slæm; þó má
notast við hana sem sumarhöfn.
HVALNES.
Bærinn Hvalnes liggur undir Austurhorni; niður
undir sjó, við Hvalneskrók, stendur bærinn í kvos undir
háum snarbröttum gabbró og granófyr hömrum. Ná
]>essir hamrar góðan spöl inn fyrir bæinn, en þá taka
við há og brött basalt fjöll.
Að austanverðu við hornið er Hvaldalur, nokkuð
djúpur dalur, en þar fyrir austan tekur við Krossanes