Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 110
104
SIGURÐUK ÞÓRÐARSON:
[vaka]
konungi tillögur, sem þeir hiuir sömu höfðu verið að
rífa niður og voru með öllu vantrúaðir á. — Á Þing-
völlum varð svo merkur þingmaður sem Jón Sigurðs-
son á Gautlöndum til að halda uppi svörum fyrir meiri
hluta fundarins gegn nafna sínum frá Kaupmanna-
höfn, og hann dró ekki dul á að hætt væri við að meiri
hlutinn á alþingi klofnaði, „ef menn yrðu ekki sam-
dóma um þetta atriði“, þ. e. fyrsta niðurlagsatriðið i
ályktun fundarins. Þegar hann kom suður á þing, vax-
hann kosinn í nefndina í stjórnarbótarmálinu, með
fleiri atkvæðum en nokkur annar, og þingtíðindin bera
ekki með sér, að hann hafi lagt Þingvallafundinum eitt
liðsyrði. Var hann þó ekki kallaður neinn veifiskati;
en hann hefur verið maður nógu vel viti borinn til að
taka sig á i tíma, ef hann fann, að hann hafði látið
teygjast of langt. — Af sendiförinni til konungs varð
ekkert, og gerir Jón Guðmundsson grein fyrir því i
„Þjóðólfi“ 19. ágúst 1873, hversvegna hann hafi ekki
séð sér fært að koma þvi máli í framkvæmd gegn til-
lögum þingnefndarinnar í stjórnarbótarmálinu og
ýmsra annara þingmanna.
Með afgreiðslu stjórnarbótarmálsins á alþingi 1873
var lokið starfi Jóns Sigurðssonar, er hann hafði hafið
þá fyrir mannsaldri eða því sem næst til þess að út-
vega íslendingum viðurkenningu landsréttinda sinna
og þar með nauðsynlegar umbætur á stjórnarhögum
landsins — lokið að öðru en ritstörfum þeim um ís-
lands málefni, sem hann innti af hendi eftir það. Hann
skildi svo við það höfuðmál sinnar tíðar og sinnar
starfsemi, að öll innlend mótstaða gegn kenningum
hans og stefnu í því var yfirstigin. Þeir, sem jafnan
hafði þótt hann fara of langt í kenningum sinum og
kröfum, gengu á elleftu stundu í lið með honum upp á
þær kenningar og kröfur. Þeir, sem á elleftu stundu
tóku upp á því að ætla að fara að gera betur en hann,
duttu svo að segja um sjálfa sig. Og lífsmagnið í