Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 88
82 SIGURÐUR ÞÓRÐARSON: |vaka]
vitandi nieð rangt mál. Hinsvegar sé hann þessháttar
maður, að mark muni verða tekið á orðum hans, og
þyki sér því hlýða að benda á, „að hér er um mis-
skilning að ræða“.
Greinarhöfundurinn heldur svo áfram og segir upp
hvern dóminn á fætur öðrum í þessu sambandi, og er
auðsætt að hann telur dóma sína vera óskeikula; en
ekki rökstyður hann þá í einu né neinu, heldur segir
heint að hann muni „á öðrum vettvangi“ sýna fram á
að „mönnum hafi algerlega skjátlazt um horf Jóns Sig-
urðssonar við fundi þessum". Hvað honum hefur geng-
ið til að flýta sér svo með dómsorðin, en draga menn á
rökleiðslunni, skal hér ósagt látið, nema svo sé, að
hann óttist að svo mikið márk verði tekið á orðum
hr. Kr. A„ að sjálfstæði landsins sé með cinhverju móti
í voða núna einu sinni enn, ef ekki sé tafarlaust tekið
í taumana.
Hr. P. E. Ó. segir hin tilfærðu orð Kr. A. vera eitt
dæmi þess, að nafni og minningu Jóns Sigurðssonar
hafi verið hraklega misboðið. Nú stendur svo á fyrir
mér, sem hér rita nafn irtitt undir, að fyrir 2 árum
birti ég á prenti grein um sambandsmálið („ísland
fullvalda ríki“, prentaða í „Iðunni" XI.a) og minntist
þar á Þingvallafundinn 1873 og gerði stuttlega grein
fyrir þvi sem þar gerðist; og hið sögulega, sem gerðist
þar, var og verður einkum það, að fundurinn sam-
þykkti (með 24 atkvæðum gegn 7) tillögu í stjórnar-
málinu, sem Jón Sigurðsson hafði mælt á móti og reynt
að sporna við að yrði gerð að fundarályktun. Hr. P.
E. Ó. minnist ekki á grein mína né hefur áður minnzt,
og hlýtur það að koma annaðhvort af því, að greinin
hefur farið fram hjá honum eða hann álitur mig þess-
háttar mann, að ekkert mark verði tekið á því sem ég
segi, og því óþarft að vera að eyða að því orðum. En
það er bert, að ef Kr. A. verðskuldar þann dóm, að
hann hafi hraklega misboðið nafni og minningu Jóns