Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 69
[vaka] UM MÁLMA Á ÍSLANDI. 6S
og í hlíðinni í Staðari'jalli og -varð ég þar einnig gulls
var.
Ég skrapp siðan út í Njarðvík, þar sem líkar lierg-
tegundir eru og á Desjamýri; tók sýnishorn í mörgum
göngum í aðalgilinu þar að sunnanverðu, en fann ekk-
ert gull í þeim.
Loksins fór ég til Brúnavíkur og þaðan yfir Hval-
vík og Kjólsvík og þvera Breiðuvík að Húsavík. í
Brúnavík virðist lítið vera um málma, enda hefir
liparítið þar, einkum við sjóinn, brunnið til ösku.
Upp af Hvalvíkinni er gangur, sem er mjög kvarzríkur
og sömuleiðis bergtegundin í Súlutindi, sem liggur upp-
af Hvalvíkinni. En ekki gat ég fundið neina góðmálma
í því grjóti.
í Kjólsvíkinni kvað vera lag eða æð af brennisteins-
kís, og fékk ég sýnishorn af þeim kís. Engan góðmálm
var þar að finna.
Vestan til í Breiðuvik er allmikið af kvarzríkri herg-
tegund, tók ég þar nokkur sýnishorn á leið minni, en
ekki fann ég góðmálma i neinu þeirra.
í Húsavík fann ég enga málma, en brennisteinskís
í líparítösku. Einkennilegt við þann stað er, hversu
mikið losnar þar við sjóinn úr líparitöskunni af ópöl-
uin, hvítum og bláleitum.
í sömu ferð kom ég við í Norðfirði og leit á berg-
tegundirnar í Norðfjarðarhorni að innanverðu. Þar er
hátt standberg fast við fjörðinn. Ég tók noltkur sýnis-
horn þar úr ýmsum líparitgöngum og athugaði þau,
þegar ég kom heim. Ekki gat ég fundið neinn vott góð-
málma í þessum sýnishornum og þá ekki heldur óæðri
málma. Ekki væri óhugsandi, að málmar kynnu að
finnast hinummegin í hergi þessu, er að hafinu veit. En
eigi hafði ég tækifæri til að komast þangað.