Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 35
[vaka]
VÍSINDIN OG FRAMTÍÐ MANNKYNSINS.
29
ai' slægÖ, en raun gaf vitni, að enginn hafði veriö nógu
slóttugur. Vér erum oss óafvitandi illgjarnari en oss er
hagkvæmt; þess vegna eru þeir, sem i raun og veru
vinna sjálfum sér mest í hag, einmitt þeir, sem af sið-
gæðisástæðum gera það, sem þeir halda að sér sé mest
i óhag.
Þess vegna er það afar mikilsvert að athuga, hvort
lil er nokkur aðferð til að glæða vinaþelið. Ég efast
ekki vitund uin, að það á sér lífeðlisorsakir, sein takast
mætti að finna; gerum ráð fyrir, að það fari eftir starfi
kirtlanna. Ef svo er, gæti alþjóða Ieynifélag Iífeðlisfræð-
inga komið á þúsundáraríkinu, með því að ná á vald
sitt, tiltekinn dag, öllum stjórnöndum heimsins og spýta
í blóð þeirra einhverju efni, sem fyllti þá góðvild til
meðbræðra sinna. Poincaré óskaði þá náinumönnum í
Ruhr alls góðs, Curzon lávarður indverskum þjóðernis-
sinnum, Smuls íbúum þýzku Suðvestur-Afríku, sem
einu sinni var, ameríska stjórnin stjórnmálaföngum
sínum og fórnardýrum á Ellisey. En — lífeðlisfræðing-
arnir yrðu þá fyrst að bergja á ástarmiðinum sjálfir,
áður en þeir réðust í slikar framkvæmdir. Að öðrum
kosti mundu þeir heldur kjósa að afla sér auðs og
titla með því að spýta hergrimmd í liðsmenn. Og þar
með erum vér komnir aftur í gömlu klípuna: vina-
þelið eitt fær bjargað heiminum, og jafnvel þótt vér
vissum, hvernig mætti skapa vinaþel, þá mundum vér
ekki gera það, nema vér værum sjálfir orðnir góð-
gjarnir. Sé það ekki, virðist eina úrlausnin vera sú,
sem Houynhnmar*) beittu við Yahooa, sem sé gjöreyð-
ing; og Yahooar virðast helzt ætla að beita henni hver
við annan.
*) Houynhnmar og Yahooar koma fyrir i „FeríSum Gullivers“
eftir Jonathan Swift. Voru H. hrossþjóð með mannsviti, og réðu
l>eir yfir Yahooum, er voru nokkurnveginn i mannsmynd, en
■dýrslegir að eðli. — G. F.