Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 29
[vaka]
VÍSINDIN OG FRAMTÍÐ MANNKYNSINS.
23
Hins vegar er það almennt játað, að áhrifin, sem iir-
valið hefir haft, hafa meir en vegið upp á móti ókost-
unum. Hinar fáu persónur, karlar og konur, sem vald-
ar eru til að vera foreldri næstu kynslóðar, eru svo
langt fyrir ofan meðallag, að hver kynslóð tekur furðu-
legum framförum, hvar sem á er litið, hvort heldur er
um æðri tónlist að tel'Ia eða fækkun stulda. Hefði
ekki verið lausaburðinum til að dreifa, þá er lítill vafi
á, að inenningunni hefði hrátt hrakað, sökum þess, að
í flestum löndum voru þeir frjósamastir, sem verst
voru að sér gjörvir".
Þá drepur Haldane á það, að ef til vill verði hægt að
breyta skapferli manna og bæta það með því að hafa
áhrif á suma af kirtlum líkamans, svo sem skjaldkirtil-
inn og kynkirtlana, er valda svo milclu um ástand
líkama og sálar; að sálarfræðin muni verka í sömu átt,
t. d. með dáleiðslu og sefjan, að samband við fram-
liðna, ef það yrði örugt, mundi hafa víðtæk áhrif á lífs-
skoðanir manna og líferni. En framfarir vísindanna,
sem hann efast ekki um að haldi áfram, valda sí og æ
röskun á jafnvægi mannfélagsins, svo framtíðin verð-
ur ekki alltaf blómum stráð. Alltaf verða ný vanda-
mál að leysa úr, og hvernig mennirnir nota valdið,
sem vísindin veita þeim, fer aðallega eftir lífsskoðun
þeirra. Vísindin henta þeim, sem lcunna að stjórna sér
sjálfum, annars eru þau eins og eldspýtnastokkur í
óvita höndum.
Russell er ekki eins vongóður og Haldane, og segir,
að reynsla sín af stjórnmálamönnum og rikisstjórnum
hafi gert sig efunargjarnan. Hann óttast, að vísindin
verði fremur notuð til þess að efla vahl þeirra flokka,
sem völd hafa, en lil þess að gera menn hamingju-
sama. íkarus lærði flugið af föður sínum, en var of
ógætinn. Eins kynni að fara fyrir þjóðum þeim, sem
vísindin hafa nú kennt að fljúga.
Vísindin geta breytt mannlífinu með tvennum liætti: