Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 119
lvaka]
SETNING ALÞINGIS.
113
arnessþingi, áður en leitað var álits annara höfð-
ingja landsins. Þá er næst að athuga, hvað af heimild-
unum megi ráða um ársetningu þessa merkilega at-
burðar, hvenær Úlfljótur hafi haft út lög sín.
III.
Eins og áður er getið, verður að telja, að Hrafn
Hængsson hafi tekið lögsögu árið 930. Ari kemst þó
mjög varlega að orði um þetta ártal: „Svá hafa ok
spakir menn sagt, að á sex tigum vetra yrði ísland al-
byggt, svá að eigi væri meirr síðan. Þ v í n æ r tók
Hrafn lögsögu, Hængs sonr landnámamanns, næstr Úlf-
Ijóti, ok hafði tuttugu sumur. Þat var sex tigi vetra
eptir dráp Játmundar konungs, vetri eða tveim áðr
Haraldr enn hárfagri yrði dauðr, at tölu spakra manna“
(ísl.bók, 3. kap.).
Ari miðar ártal þetta við tvennt, dauða Játmundar
konungs .370, sem hann áður hefur talið hafa orðið
sama ár og upphaf íslands byggðar, og dauða Haralds
hárfagra. Dánarár Játmundar konungs má telja óyggj-
andi, en á dánarári Haralds hárfagra leikur of mikill vafi
til þess að við það sé miðandi. En ártalið 930 hefur Ari
fundið með því að telja þau ár, er hver lögmaður starf-
aði, aftur frá dauða Skafta Þóroddssonar, er varð 1030,
sama ár og Ólafur konungur helgi féll. Þegar þau eru
öll saman lögð, verða það 101 ár. Ef Skafti hei'ur sagt
upp lög sama ár sem hann dó, hefur því Hrafn sagt
upp lög í fyrsta sinn 930, en síðasta sinn 949. Nær
sannindum um þetta verður ekki komizt eftir þeim
heimildum, sem völ er á.
Nú segir Ari berum orðum, að Hrafn hafi tekið lög-
sögu „næstr Úlfljóti“. Enda liggur það í augum uppi,
að Hrafn hefur ekki sagt upp lög Úlfljóts á því sama
þingi, sem Úlfljótur hafði sjálfur borið þau fram í
fyrsta sinn. Fyrsta uppsögn og samþykkt Úlfljótslaga
á alþingi getur því ekki hafa farið fram síðar en 929,
8