Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 38
32
GUiJM. FINNBOGASON:
[vaka]
reynzt um menningarstofnanirnar: kirkjan drepið þann
trúaráhuga, sem í öndverðu setti hana á laggirnar, lög-
ín orðið hainla á réttvísinni og skólarnir niðurdrep
fyrir fróðleiksþorstann, er Aristoteles taldi einltenni
manneðlisins.
Þannig virðist engin trygging í'yrir stöðugum fram-
förum, hvort sem litið er á manneðlið sjálft eða mann-
legar stofnanir. Ekkert framfaralögmál er til í þeim
skilningi, að það sé eitthvert æðra vald, er neyði menn
til hlýðni við sig. Ekki sannar sagan heldur, að synir
menningarþjóðanna hafi yfirburði yfir forfeður sína,
er stóðu á lægra menningarstigi. Sú framför, sem feng-
izt hefir, er öll að þakka samstarfi þeirra mannfé-
laga, er tekið hafa framförum. Hvert skref fram á við
hefir kostað haráttu, og framförin hefir stöðvazt jafn-
skjótt og áreynslunni linnti, eða hún beindist í aðrar
stefnur.
Nútíðarmenn hafa því enga ástæðu til að þykjast
föðurbetrungar að eðlisfari, þ. e. þegar sleppt er þeim
menningaráhrifum og þeirri tamningu, sem félagslífið
veitir. Að líkindum eru þeir þar ekki einu sinni jafn-
okar forfeðra sinna, og áreiðanlega ekki jafnokar hezt
gefnu fornþjóðanna, svo sem Grikkja á blómatímum
þeirra. Ekki er heldur ástæða til að ætla, að siðgæðis-
eðli þeirra hafi hreyzt að marki. Nútíðarmenn eru ef
til vill ögn meinlausari og góðlátari, af því að þeir
hafa heflazt af sambúðinni og orðið að læra mannasiði
til að haldast við í félagsskap manna. Þeir, sem ekki
gerðu það, urðu óalandi og óferjandi. Þykir Schiller
liklegt, að saga íslands geti brugðið nokkru Ijósi yfir
slíka tamningu einstaklinga, þar sem landið var num-
ið af taumlausum sjálfstæðismönnum, er ekki vildu
þola skipulagsbundna stjórn.
Niðurstaðan verður því sú, að jafnt að viti sem sið-
gæði séu menn í eðli sínu ennþá á svipuðu stigi og
steinaldarmenn. „Maðurinn er enn sarna óvitra, á-