Vikan


Vikan - 07.12.1967, Page 14

Vikan - 07.12.1967, Page 14
EFTIR MflRlflN NAISMITH 10. HIIITI HNEFAFVLII AF KRAFTAVFRKUM halda því fram, að ég iðraðist þess. Þér finnst að ég ætti að vera göfugur og stórhuga og láta Adrienne lausa og sjá hana aldrei framar, en ég er ekki þannig gerður, og sízt af öllu dettur mér í hug að vísa henni að eilífu úr lífi mínu. Og hvers- vegna ætti ég líka að gera það? — Hversvegna ........ ? Hún snéri sér steinhissa að honum. — Drottinn minn, þá ert ekki mennskur. Það lá við að hún urraði. — Kannske hef ég mis- skihð þetta aht. Kannske þú heitir alls ekki Martin Westbury og sért alls ekki eiginmaður Caroline Wyndham, eða hvað hún vih nú kalla sig. Hún hélt því að minnsta kosti fram við Adri- enne í gærkvöldi. Hann greip heljartaki um handlegg hennar. Allur þokki hvarf úr svip hans og andlitið varð grátt og afskræmt undir sólbrunanum. — Hitti Adrienne Caroiine? Hvar? Hvar gátu þær hitzt? — Hann sagði frú Garston, að hún ætti að segja öllum, sem spyrðu eftir honum, að hann væri í Oxford, en það er hann ekki. Jamie hnykkti til höfðinu til áherzlu. — Hann hringdi í mann í gærkvöldi, og ég heyrði, að þeir ákváðu að hittast á skrifstofunni hans í dag, og pabbi sagðist verða guðs lifandi feginn, þegar þessi gauragang- ur með Caroline væri búinn. — Einmitt það. Augu Adri- enne urðu þung og dimm. Hún starði á sígarettukveikjarann, sem hún hélt á í hendinni, loks leit hún upp, og mætti augum, sem horfðu grandskoðandi á hana. — Ljúktu við mjólkina þína, Jamie, svo skal ég aka þér heim. Hann hlýddi og gekk með henni til dyra. — Hún er ljót og reið, en kannske getur þú komið fyrir hana vitinu...... — Ég skal vera fljót, Julie, sagði Adrienne og lokaði dyr- unum. 13. kafli. Julie Hamilton fékk ósk sína uppfyllta eftir hádegi næsta dag. Þegar hún heyrði bíl Martins Westburys stanza fyrir framan húsið, hleypti hún í sig hörku fyrir komandi samtal. — Hvar er Adrienne? spurði hann um leið og Martha vísaði honum inn í bókastofuna. — Hún skrapp til frú March. Hún hlýtur að koma fljótlega. Julie leit á klukkima yfir arn- inum. — Mér skildist, að þú kæmir ekki fyrr en um kvöld- matarleytið. Varstu fljótari með það, sem þú þurftir að gera í London, en þú hafðir búizt við? Hann var í þann veginn að setjast, en snéri sér og horfði á hana með uppglenntum aug- um. Þá kom han auga á frakka Jamies á stólnum úti við vegg- inn, þar sem hann hafði gleymzt kvöldið áður. — Ég þarf víst ekki að spyrja, hvaðan þér kem- ur sú vitneskja. Segðu mér: Var hann einn til frásagnar, eða frú Garstone líka? — Frú Garstone var búin að segja okkur, að þú værir í Ox- ford. Julie var ekki beint upp- örvandi. Martin settist og bauð henni sígarettu. Bros breiddist yfir andlit hans, þegar hún afþakk- aði. Hann kveikti í sigarettunni sinni, krosslagði fæturna og hallaði sér þægilega aftur á bak. — Allt í lagi. Út með það, sagði hann stuttaralega. — Þú ert greinilega að springa af hneyksl- un yfir einhverju. Hvað hef ég nú gert? Hann lyfti vísifingri með viðvörunarsvip og brosti ertandi. — Ef það er eitthvað í sambandi við ást sonar míns á Paddy þinni, get ég ekki annað gert en óskað honum til ham- ingju með smekkvísina. Julie lét sem hún heyrði þetta ekki. — Þú verður ekki hrifinn af því, sem ég hef að segja, og kemur sennilega til með að svara því til, að mér sé sæmst að hugsa um sjálfa mig. En ég hefi miklar áhyggjur af Adri- enne. Ég hef ekki hugsað mér að blanda mér í ykkar einka- mál, en sem stendur get ég ekki horft þegjandi á, jafnvel þótt ég vildi. Hún sagði mér ofboð- lítið í gærkvöldi um samband ykkar, afar ófús og mjög lítið, en nóg til þess að nú skírskota ég til þín. Hún settist við glugg- ann og snéri baki við honum. Nú var um að gera að missa ekki stjórn á sér. Ef hún gæti ekki komið því frá sér nú, sem hún ætlaði að segja, missti hún sitt einasta tækifæri til þess. — Ég hef ráðið Adrienne til að fara frá þér um hríð, að minnsta kosti þar til hún hefur haft sig upp í að hætta við þetta .... ja, hættulega samband. Það er ekki svo vel, að mér líki illa við þig. Langt í frá, ég get vel ímyndað mér að Adrienne haldi að hún elski þig. En þú átt eng- an rétt á ást hennar, það hlýt- urðu sjálfur að skilja ..... Ja, hugsaðu nú bara um Adrienne. Þú hefur gert hana hamingju- sama, það er enginn vafi, en sálarlíf Adrienne er jafn við- kvæmt og gróðurhúsaplanta, og hún hefur þegar orðið fyrir djúpu sári af hendi manns í líkri aðstöðu og þú ert. Ég ætla ekki að horfa þegjandi á, að það gerist aftur, ef ég get komið í veg fyrir það. Ef það er þá ekki allt of seint. Hún dró djúpt andann. Hingað til hafði hún veigrað sér við að horfa á hann. Hún hafði horft út um glugg- ann, og sá þessvegna ekki sí- vaxandi kímnina í andhti hans. — Ég hef ekki mikið meira að segja, sagði hún. — En Adri- enne er allt of góð manneskja til að vera sífellt svikin í ástar- málum með einhverju leyni- makki og lygum, og ef þú hefui- ekki annað að bjóða henni, yerðurðu að sleppa henni. Ef ekki, áttu á hættu að eyðileggja hana alveg. Það leið löng stund, án þess að Martin Westbury svaraði nokkru. — Hingað til hefurðu bara talað um sálarlíf og til- finningar Adrienne. Það er af- ar skiljanlegt, og ég ber virð- ingu fyrir þér, vegna þess hve vel þú reynist henni. Hann kom í veg fyrir það beiska svar, sem hún hafði á vörunum, með því að rísa snöggt á fætur og ganga til hennar. — Þú ert góður vin- ur, Julie, og ég er sammála hverju orði sem þú hefur sagt. Hann brosti aftur, varlega að þessu sinni, að tortryggnislegum svip hennar. — Ef ekki, hefði ég ekki einu sinni leyft þér að opna munninn, heldur beðið þig að fara til helvítis og passa sjálfa þig, en hugsaðu þig aðeins um, Julie. Er það svo hræðilegt afbrot að verða ástfanginn? Ég hafði engar slíkar íyrirætlanir til að byrja með, en það fór nú þannig, þrátt fyrir allar tilraun- ir mínar til að koma í veg fyrir það. Engu að síður væri lygi að — Nú er ég að miimsta kosti alveg viss. Julie reif sig lausa, néri á sér handlegginn og varð full fyrirlitningar á svipinn. — Það skiptir ekki neinu máh. Gleymdir þú kannske, að þú áttir ennþá eiginkonu, þegar þú fórst að gera hosur þínar græn- ar fyrir Adrienne? Eða fannst þér það ekki ómaksins vert að skýra henni frá því? Hver, sem ástæðan er, ertu skíthælL Hún horfði á hann skeiða til dyra. — Ég myndi ekki þjóta til Adrienne, ef ég væri í þínum sporum, fyrr en þú hefur gefið þér tíma til að finna góða af- sökun, hrópaði hún á eftir hon- um. Hann nam staðar með hönd- ina á húninum, sé saman í öxl- unum. Augun skutu gneistum í sviplausu andlitinu. Reiði Julie Hamilton tók að víkja fyrir með- aumkun. Hún beið þess að hann segði eitthvað, skammaði hana fyrir það hvað hún væri kjaft- for, en hann bara stóð þarna eins og lamaður, án þess að 14 VIKAN-JÓLABLAÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.