Vikan


Vikan - 07.12.1967, Side 25

Vikan - 07.12.1967, Side 25
^ Egypzkur guö 3!)00 ára gamall. Skápur sem vinur Helga á Spáni lét smíða fyrir hann, með inngreyptum myndum úr íslenzku ]) jóðlífi. $ Helgi og Doris ásamt dóttur sinni Álfheiði Sylviu og börnum hennar. Ilelgi og Doris við arininn í stofunni. Sally liggur á gólfinu. an var alltof lærð til að trúa þessu. Hún brosti sínu blíða brosi, bað mig ekki að hafa neinar áhyggjur, þetta væri gömul hjátrú, hún hefði oft séð mælinn fara miklu hærra og miðstöðin hefði ekki sprungið enn. Það er sem sagt betra að kunna sig, því að þarna er maður ekki innan um neina þöngulhausa, enda ber alltaf að nota viðtengingarhátt í ávarpi og kalla menn jafnan „yðar náð“. í samræmi við þetta segir maður við betlara sem lengi hefur elt mann: „Vildi yðar náð ganga burt?“ Ella mundi hann móðgast stór- lega, og slíkt leyfir maður sér ekki á Spáni. — Eru Spánverjar vinnusamir? — Yfirleitt telja Norðurlandabúar að Spónverjar geri lítið annað en hvíla sig og hafa gaman af að birta myndir af þeim stein- sofandi undir vegg með barðastóra hatta. En ég held þeir geri Spánverjum rangt til. Þeir fara mjög snemma á fætur að nota morgun- svalann. Þegar líður að hádegi fara borgar- búar heim, en úti í sveitinni setjast menn í forsælu með bitann sinn og drekka vín með, aðallega rauðvín. Vatn er ekki talið drekk- andi og alls ekki beint úr krananum, heldur er neyzluvatn keypt á flöskum. Hvað borða þeir aðallega? — Mikið af alls konar grænmeti. Þeir hafa margar tegundir af baunum, sumar stórar og ákaflega góðar. Ég man eftir einni tegund sem mér þótti sérstaklega góð. Hún hét gar- bangos. Ég held þær séu kallaðar hrossa- baunir á íslenzku og þyki hæfa hrossum. Svo þegar menn vilja gera sér vel til, t. d. á sunnudögum, borða þeir kjöt. Mikið var af fiski, aðallega íslenzkum saltfiski, því að nýr fiskur er ákaflega dýr. Mörgum þótti salt- fiskurinn góður, en öðrum hreint ómeti. Það var í þá daga fræg saga þegar þeir Sveinn Björnsson síðar forseti og Einar Kvaran fóru að semja um Spánarvínið eins og kallað var, . vbsBuÉÍIIÍI* A ÉliiL # 9 | að þeir gátu ekki fengið íslenzkan saltfisk á 1. fl. veitingahúsi. Þetta stafaði af því að saltfiskur þykir fátækra manna fæða. Þeir éta hann hráan, soðinn, steiktan og mat- reiddan á ótal vegu. Þegar ég var í Þýzka- Iandi var mikið vinfengi milli mín og spænska sendiherrans. Hann kvartaði við mig yfir því að hann fengi hvergi íslenzkan saltfisk svo ég pantaði handa honum 100 kg. Þegar saltfiskurinn kom lá hann veikur í rúminu, en frúin sagði að hann hefði sprott- ið upp alheill þegar hún hafði gefið honum saltfiskinn. — Og er ekki talsvert drukkið? — Ojú, það er heitt og menn þorstlátir, og ekki annað til að slökkva þorstann en vín. Hjá efnuðu fólki er drukkin ein víntegund á dag svo menn verði ekki leiðir á víninu, einn daginn rauðvín, annan hvítvín, þriðja kampavin o.s .frv. Það er heldur ekki til neins að bjóða Spánverja kvöldhressingu með víni. Það er eins og að bjóða manni vatns- glas hér. — Ber eitthvað á óhollustu af þessu? — Hræddur er ég um að þetta sé ekki gott, menn verða linir við vinnu. Eftir hádegismatinn sem er borðaður kl. 1 3 sígur á menn höfgi og þeir taka á sig náðir um sinn, hátta og breiða ofan á sig. Það er sú fræga ,,siesta“. Á þeim tíma segja þeir að engir séu úti nema hundar og Eng- lendingar, alla útlendinga kalla þeir yfirleitt Englendinga. Svo rakna þeir úr rotinu um 3—4 leytið, og þá er föst venja að fara á veitingahús, hver maður venur komur sínar á sama staðinn. Þar sitja menn með glös og síðan ganga þjónar á milli með tvo katla, í öðrum er lútsterkt baunakaffi, en hinum heit mjólk, og hver maður ræður hversu sterkt er blandað. Þarna hitta menn kunningjana og spjalla saman, en um fimmleytið er farið til vinnu aftur og unnið til kl. 8—9. Þá kem- ur kvöldmatur, en að honum loknum, um tíuleytið, setjast menn út í kvöldsvalann, og börn eru þá enn á fótum. — Hvað er hæft í sögum um hina spænsku rómantík, að glápa upp í glugga hjá kven- manni og leika á gítar? — Spænska rómantíkin á sína sögu eins og annað. Spánverjar eru fátæk þjóð, og sagt er að ef maður vildi koma sér vel við stúlku þá þætti henni langtum betra að fá góða pylsu með miklum pipar heldur en stór- eflis rósavönd, því að rósirnar eru alls stað- ar. En það gilda. eða giltu, ákaflega strang- ar reglur um kynni ungs fólks. Ungar stúlkur máttu ekkert fara nema í fylgd með eldri konu, og ég þekkti gamla konu sem komin VIKAN-JÓLABLAÐ 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.