Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Page 6

Menntamál - 01.12.1935, Page 6
148 MENNTAMÁL sanna í þessu máli, og fara venjulega á mis við gagn- legar bendingar af þeim, sem vit hafa á. Þeir fullorðnu bregðast æskulýðnum, og fæsta loreldra grunar, hvað synir þeirra liafa við að stríða með sjálfum sér. En læknar gætu oft verið hollráðir i þessu efni. Þá er önnur athöfn í sambandi við kynþroskaaldur- inn, sem piltar læra hvergi neitt um. Það er sæðismissir i svefni („pollution"), senx byrjar hjá drengjum á ferm- ingaraldri, og á sér oft stað á liálfs mánaðar fresti. Sæðið rennur að nóttu til, í svefni, en venjulega vakn- ar pilturinn við um leið. Þessi athöfn lieldur áfram hjá fullorðnum karlmönnum, nema þeir gangi í hjóna- band, eða liafi að jafnaði mök við konur. Það væiú lieppi- legt, að piltarnir liefðu þekking á þessu, þvi að ýmsir þeii’ra eru, af vanþekkingu sinni, liræddir við sáðfallið og halda, að það sé óeðlilegur slappleiki eða jafnvel mænuveiki, sem geri þá siðar ófæra í hjónalífi. Það eru ekki smávegis áhyggjur, sem unglingarnir gera sér að óþörfu, eingöngu vegna þess, að enginn fræðir þá um þessar eðlilegu athafnir líkamans. Þá er rétt að drepa á nokkur atriði í lífi ungu stúlkn- anna. Éitt af rækilegustu líkamlegu einkennunum um, að unga stúlkan sé að lcomast á fullorðins aldur, er þeg- ar tíðirnar hyrja og stúlkan fer að hafa á klæðum, venju- lega á mánaðarfresti. Þetta er merkisviðburður í lifi liverrar stúlku, og maður skyldi ætla, að hún væri venju- lega undir þetta atvik búin, með skilning á hvernig á blóðmissinum stendur, hvað það er, sem kemur honum af stað, og hvers beri að gæta, meðan á þessu stendur. En það er nú eittlivað annað en flestar stúlkur fái fyrir- fram upplýsingar um þessi atriði. Mér er kunnugt um, að ýmsar mæður gera ekki dætrum sínum viðvart um hverju þær eiga von á, svo að þeim verður bylt við, þegar þær fara allt í einu að missa blóð, nema þær hafi

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.