Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Page 13

Menntamál - 01.12.1935, Page 13
MENNTAMÁL 155 að því er tekur til foreldra barnanna. Kennarinn þarf að hafa fullkomið vald á efninu og persónu að baki sér, til þess að framsetningin verði þvingunarlaus af liendi kennarans. Læknir, sem á annað borð hefir áhuga á kennslumálum, ætti að hafa góða aðstöðu til þess starfs. Eg iiygg líka, að vel menntuð hjúkrunarkona stæði vcl að vígi til að fræða stúlkur um þessi mál. — En barnakennurunum mun kannske fátt um finnast, að hleypa öðrum að kennslu við skólana en þeim, sem hafa kennarapróf. Þetta er alriði, sem fræðslumála- stjórnin fær einlivernlima til umhugsunar og úrskurðar. Eg skal engu spá um, hvorl vanþekkingin fær að eiga sig á þessu sviði, eins og hingað til, eða hvort umbæt- ur eru í vændum. En ef svo yrði, þyrfti fræðslumála- stjórnin, í sambandi við stjórn lieilhrigðismálanna, að koma kennslunni um kynferðismál í fast form, með tilteknu námsefni, sem ekki yrði farið út yfir. Þessi mál eru mjög mikilsverð, og því vildi eg ekki skorast und- an tilmælum Útvarpsráðsins um að hreyfa þeini opin- herlega. Norræna kennarafélagið í Askov. Nemendur Norræna kennara-lýðháskólans í Askov sumarið 1935 komu sér saman um að stofna norrænt félag fyrir alla þá, er sótt hafa og sækja munu framvegis Norræna kennara-lýðhá- skólann í Askov. Takmark félagsins er: að halda við þeim félagsanda, sem mynd- ast við samveruna í Askov, að vinna að alþýðufræðslu og gagn- kvæmum skilningi og samúð meðal norrænna þjóða. Þessu marki liyggst félagið að ná með þvi að halda mót til skiptis á öllum Norðurlöndum, þar sem meðlimir félagsins liitt- ist í félagslegu samstarfi. • Starfsnefnd félagsins á að skrifa öllum nemendum „Norræna kennara-lýðháskólans" frá fyrri árum, kynna þeim félagshugs- unina, og stofna til fyrsta mótsins, er skal haldið í Fana-lýðhá- skóla í Noregi næsta ár, helzt í ágústmánaðarbyrjun. Á því móti verður félaginu gefið nafn, og lög j>ess endanlcga samþykkt.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.