Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Page 14

Menntamál - 01.12.1935, Page 14
156 MENNTAMÁI. Einn af frumherjunum. Hallgrímur Jónsson SEXTUGUR. Árið 1897 kom fátækur pillur norðan úr Stranda- sýslu til Reykjavíkur. Hann var háleitur og framgjarn og taldi sjálfur, að hann ætti erindi út í heiminn. Piltur þessi hafði einnig í veganesti marga ágæta kosti. Hann bjó yfir fjörugum gáfum, fróðleiksfýsn og skáld- hneigð; — á æskuárunum liafði hann lesið allt það, er liann gat náð í af góðum bókum norður þar og orti sér til hugarhægðar. Þessi ungi maður hét Hallgrímur Jónsson og var frá Óspakseyri við Bitrufjörð, fæddur 24. júní 1875. Fór Hallgrímur i Flensborgarskóla, þó eflausl seinna en hann hefði óskað, og stundaði þar nám i 3 vetur. Að því loknu kenndi hann við skólann á Álftanesi eitt ár, sigldi því næst til Kaupmannaliafnar, sótti kennara- háskólann þar, las sálarfræði og uppeldisfræði og hlust- aði á fyrirlestra í þeim greinum hjá prófessor Kroman, gáfumanni og ræðusnillingi. Árið 1904 kom H. .1. að barnaskóla Reykjavíkur og liefir starfað við hann síð- an, rúmlega 30 ár, — var 1930 gerður að yfirkennara.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.