Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Side 31

Menntamál - 01.12.1935, Side 31
MENNTAMÁL 173 handa ungmennum, sem eilthvað verður á. Svona fag- urt umhverfi eins og þarna vekur gæði og göfgi ung- mennanna. Og kærleiksrikir leiðsögumenn lilúa að góð- um ásetningi og einlægri framfaraviðleitni. Árlega sakna menn þess liér, að ekkert hæli er til handa unglingum, sem eilthvað hafa misgert. Atvinnu- leysi, athafnaleysi og eyrnd þjaka mörgum unglingum. Leiðast ýmsir þeirra út í að brjóta sett lög og liaga sér gagnstætt gildandi siðareglum. Er þeim svo hegnt. Þeir eru innilokaðir. Og er ólíklegt, að það hetri þá. Svona unglinga þarf að rannsaka vísindalega og ganga úr skugga um, hvort þeir hnupla af sjúkleika, þörf, hefnd við þjóðfélagið eða af öðrum óviðráðanlegum ástríðum. Efalaust má telja mannkærleikann álirifarikastan í uppeldi þessara vanþroskuðu ungmenna. Hann umher, fyrirgefur og hætir. Ég liefi áður getið þess, að ríkisstjórnendurnir ættu að taka að sér forgöngu þessa máls. En komið gæti til greina, að aðrir riðu á vaðið. Væri nú til einhver kennari eða annar maður, sem fyndi hjá sér löngun og köllun lil að ala upp vangæf börn, og gæti sjálfur lagt eitthvað af mörkum gegn sjálf- sögðum styrki úr ríkissjóði, þá væri æskilegt, að liann sneri sér til barnaverndarráðs Islands eða harnavernd- arnefndar Reykjavíkur. Myndi liann efalaust mæta þar skilningi og samhug. Annars treysti eg því, að barnaverndarráð Islands, harnaverndarnefndir landsins, kennarar og prestar sjái öðrum betur nauðsyn þessa máls. Þótl nú væri stofn- að iiæli hér, þá myndi það óðar fyllast, ef menn vildu nota það og kynnu að mela ágæti þess. Margir eru staðir iiér á landi, þar sem ákjósanlegt væri að hafa liæli fyrir vangæf börn. Og eru valdir stað- ir til í öllum fjórðungum landsins. Þegar ég kom heim í surnar, liitti ég að máli skólastjóra á Vesturlandi, sem

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.