Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Side 35

Menntamál - 01.12.1935, Side 35
MENNTAMÁL 177 í sífelldri baráttu við sjálft sig og aðra. Lækningin er þvi fólgin i þvi, að sætta það við umhverfið. Alveg sama máli gegnir með þá fullorðnu. Allir glæpir, allt liatur og öll grimmd er sprottið af vansælu og sjúku sálar- ástandi. Með skóla sínum og skrifum vill Neill reyna að létta byrði vansælunnar af herðum þeirra, sem liann nær til á einn eða annan hátt. Oft furðar foreldra mjög á því, að þeirra börn liafi getað leiðst afvega. Þau, sem hafi verið alin upp „i guðsótta og góðum siðum“ og slranglega liegnt fyrir minnstu yfirsjónir. En reynslan sýnir, að einmitt þessi hörn eru erfiðusl viðfangs, og til þess að byrja með verður allt starf i þeirra þágu neikvætt, og gengur mest til þess að uppræta þau áhrif, sem fjrrir eru. Neill slær þvi föstu, að öll börn séu góð i eðli sinu. Þau fæðast með sterkum eðlishvötum og hæfileikum til þess að þroskast og bjarga sér. En þegar frá byrj- un mæta þeim allslconar tálmanir. Fullorðna fólkið hefir í fávizku sinni og vansælu búið til heil kerfi af hindrunum og lilaðið upp múra af siðalögmálum. Alstaðar mætir barninu: Þú mátt ekki, þú átt ekki, og þetta áttu að gera, og þetta skaltu gera. Það er komið inn lijá þvi sektar- og blygðunartil- finningu,á meðan það er sakleysið sjálft. Því er lcennt að fyrirverða sig fyrir eðlilegar þarfir líkamans, og vissa líkamshluta má það livorki snerta né láta aðra sjá. Með því að hegna börnum fyrir smáyfirsjónir, er þeim oft og tíðum beinlínis ýtt iit á afbrotaleiðina. Börn eru i eðli sínu félagslynd, og þeirn líður illa, ef þau eru i andstöðu við umhverfið. Allur þorri fólks, bæði ungir og gamlir, lagar sig ósjálfrátt eftir siðaregl- um og lögum þess staðar, sem það dvelur á. Hitt er fremur undantekning, þegar aðrar hvatir eru sterkari 12

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.