Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Side 43

Menntamál - 01.12.1935, Side 43
MENNTAMÁL 185 Farkennsla er lítt eftirsóknarvert starf, margir kennslustaðir, ill húsakynni, lítil kennsluáhöld, ósam- stæð börn saman og, siðast en ekki sízt, alveg óvið- unanleg laun. Þrátt fjæir allt þetta, sem EyjólfUr hefir orðið að sætta sig við i 25 ár, og sem farkennarar verða við að búa yfirleitt, liefir hann náð lofsamlegum árangri i kennslustarfi sinu. En Eyjólfur hefir gert meira til ujjpeldis æskulýðs á Rauðasandi. Árið 1912 stofnaði hann ungmennafélag, sem nefndist „Von“ (að tillögu föður hans) og starfar það enn. Nær því allt ungt fóllc á Rauðasandi gekk í félagið, og jafnvel nokkrir full- orðnir hændur. Eg hefi í mörgum félögum verið sið- an, en í engu þeirra fyrir hitt jafnsannan félagsskap og þar, blossandi áhuga og fjör, ómengaðan samhug og samvinnu allra og almennt víðsýni og frjálslyndi. Eg tel hiklaust, að „Von“ liafi átt verulegan þátt í því, að flest allt unga fólkið, ungmennafélagarnir, stundaði siðar skólanám að meira eða minna leyti. Erfitt væri fyrir Rauðasandshrepp að gera upp reikn- inginn við Eyjólf, svo og fyrir hvern okkar, er leiðsögu hans hefir notið. En á þessu tvígilda afmæli hans hljót- um við þó, sveitungar hans, félagar, nemendur og vinir að senda honum okkar beztu kveðjur. Við óslcum þess, að vonir lians megi rælast á komandi árum, engu síð- ur en vonir annara til hans hafa rætzt á liðnum aldar- fjórðungi, heilli sveit til blessunar, og miklu meira en það. Sigurvin Einarsson.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.