Menntamál - 01.12.1935, Síða 49
MENNTAMÁL
191
sú, er eg gisti hjá, reyndist mér vel, svo að ég hefi óvíða mœtt
jafnmikilli alúð.
Mótið hófst með sameiginlegum miðdegisverði í stærsta veit-
ingahúsi bæjarins. Þar komu þátttakendur jafnan saman til mál-
tíða, og einnig voru haldnar þar samkomur allar, er fram fóru
á mótinu, en fyrirlestrar og kennslustundir fóru fram í skóla
einum gömlum. — Fyrirlestrar voru fluttir margir á hverjum
degi, og kennslustundir voru daglega í málunu'm, sænsku, dönsku
og norsku. Við íslendingar tókum þátt i sænskunni. — Fyrir-
lestrarnir voru margir skenuntilegir og fluttir af ágætum fyrir-
lesurum. Fjölluðu þeir aðallega um sænskar bókmenntir og sænska
tungu. Auk þess voru fluttir fyrirlestrar um fornar menjar i
Vadstena, og sagðir helztu drættir úr sögu Östergötlands, en Vad-
stena liggur i því héraði.
Af fyrirlesurum vil eg nefna próf. Elías Wessén, er hélt tvo
fyrirlestra um sögu sænskrar tungu. Er hann mjög skemmtileg-
ur fyrirlesari, og talar afburða fagurt mál, að mínum dómi. Hann
liefir dvalizt eitthvað hér á íslandi, slcilur ný-íslenzku og er fróð-
ur um fornbókmenntir okkar, og prófessor í norrænu. Þá vil
eg einnig nefna docent Olof Gjerdman frá Uppsölum, próf. Erik
Wellander, Sten Selander, rithöfund, er talaði um nútíðar ljóða-
gerð, sænska, doktor Torsten Fogelqvist, er flutti erindi um skáld-
ið Iíarlfeldt. Allir voru þessir fyrirlesarar mjög skemmtilegir
o. m. f 1., sem eg ekki nefni.
Samkomur voru haldnar flest kvöldin, og var margt gert til
skemmtunar. T. d. komu rithöfundarnir Berit Spong og Gunnar
M. Silverstolpe, og lású upp úr eigin verkum, sitt kvöldið hvort.
Berit Spong er sænskur kvenrithöfundur og skrifar einkum skáld-
sögur, en Silverstoipe er ljóðskáld. Þá hafði Gabriel Ahv, leik-
ari við konunglega leikhúsið í Stokkhólmi, eitt upplestrarkvöld.
Fór sá upplestur fram í gömlu klaustursbyggingunni og var mjög
áheyrilegur.
Smáferðalög voru farin til ýmsra merkra og fallegra staða
í nágrenninu, t. d. til Ileda og Rök. Þar sáum við Röksteininn,
frægasta rúnastein á Norðurlöndum. Prófessor Wessén var í það
sinn fararstjóri. Las liann rúnirnar á steininum og skýrði frá
þeim tilgátum, er gerðar hafa verið um innihald setninganna.
Sleinn þessi er eldri en byggð íslands.
í annað skipti skoðuðum við heilsubrunninn í Medevi, en liann
á sér langa og merkilega sögu. Þá heimsóttum við einnig Verner
von Heidenstam á húgarði hans Övra Lid. Ileidenstam er, eins
og mörgum mun kunnugt hér, talinn merkasta núlifandi þjóð-