Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Page 64

Menntamál - 01.12.1935, Page 64
206 menntamál hann föður sinn. Flultist þá drengurinn að Stóruvöll- um í Bárðardal og ólst þar upp hjá frænda sínum. Karl gekk í Möðruvallaskólann og sigldi síðan til Kaupmanna- hafnar, dvaldi þar 3 ár við nám í Kennaraskóla. Eft- ir heimkomuna sneri hann sér að skólamálunum, eins og væuta mátti og gerðist skólastjóri á Seyðisfirði; fókkst þá einnig við ýms önnur framfara- og menningannál, einnig stjórnmál, var um stund þingmaður Seyðisfjarð- ar og einn af helztu forráðamöunum kaupstaðarins til þessa dags. Fyrstu kynni mín af Karli Finnbogasyni eru frá þeim dögum, er ég í barnaskóla las „Göngur", hina leikandi lýsingu hans á fjallgöngunum íslenzku. Sú grein var lesin aftur og' aftur, þangað til maður kunni langa kafla orðrétla og iiafði á hraðbergi við ýms tækifæri. Hvert einasta skólaharn um síðustu 25—30 ára skeið kannast líka við Karl vegna hinnar vinsælu landafræði lians, sem nú er húið að gefa út 5 sinnum. Persónuleg kynni hefi ég ekki haft af Karli Finnhogasyni fyr cn á 1. full- trúaþingi kenuara síðastliðið sumar, en þar var liann mættur sem fulltrúi Seyðisfjarðar. Mér duldist ekki, að þarna var á ferð einn af hinum gáfuðustu og tillögu- ])eztu mönnum kennarastéttarinnar. Hann lét þau orð falla, að nú vildi hann leggja krafta sina fram til stuðn- ings málum kerinarastéttarinnar, þvi að nú væri það skipulag upptekið, mcð fulltrúaþingum, er líklegt væri til þess að hafa slerk áhrif til gagns. Enda starfaði Karl mikið og vel á þessu fyrsta fulltrúaþingi. Skönunu eft- ir þingið tók hanri að sér trúnaðastarf fyrir stétlina, var einn af þeim, sem ferðaðist um landið, til þess að kynna fræðslulagafrumvarpið nýja. Karl ferðaðist um Austurland. Mér virðist Karl Finnbogason vera svo ungur í anda og fullur af áhuga, einmitt nú, að af honum megi vænta mikils og góðs starfs á komandi timum. G. M. M.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.