Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Page 70

Menntamál - 01.12.1935, Page 70
212 menntAmál í valdi þeirra manna heima i kaupstöðunum og sveit- unum, sem eiga að ráðstafa sjóðsvöxtunum, livernig þeim yrði varið í það og ])að sinni. Fénu mundi undir flest- um kringumstæðum varið þannig, að það kæmi að sem beztum notum, að dómi beztu manna. Þó að eg liafi í'yrst og' fremst talað um barna- og unglingáfræðsluna í sambandi við þessar sjóðsmyndanir, þá ætla eg' sjóð- unum miklu víðtækara verksvið, eins og eg hefi nú að nokkru skýrt. Þeir eiga að veita ungum mönnum slyrk til æðri menntunar í þágu menningar, verklegra lram- kvæmda, vísinda og lista. Og þeir eiga á iiverjum tíma að láta sér engin þau menningarmál óviðkomandi, sem styðja að gæfu og gengi lands og lýðs. Þjóðinni mun læplega takast að ráða bót á fjárhags- legum vandamálum sínum með snöggu átaki, nema að litlu leyti, heldur mcð samfelldri þróun, þar sem allir geta verið þátttakendur um úrlausn mála. Það eru sam- eiginleg áhugamál, sem gera þjóðirnar sterkar og far- sælar og megnugar þess að leiða hverl mál til farsælla lykta. Fyrir samlök alþjóðar var Eimskipafélagið stofn- að, alþýðuskólarnir og Landsspítalinn reistir, að nokkru leyti. Og með sameiginlegu átaki, skal þjóðin leysa Iiverl vandamál sitt, livort sem það er á sviði menningar eða verklegra l'ramkvæmda. Gæti þjóðin ekki myndað ellistyrktarsjóði, sjúkrasam- lög o. fl., með þeim liætti, sem Iiér hefir verið bent á, með smáu framlagi frá hverjum á ári? Yæru þessar leiðir teknar, ynnist margt i einu. Um leið og góð málefni væru leidd að nokkru lil sigurs, myndaði þjóðin sér veltufé fyrir atvinnuvegi sína, sem gæli smátt og smátt átt hlut í því, að hún þyrfti minna að vera fjárhagslega háð öðrmn þjóðum. Enginn skal skilja þessa grein mína svo, að eg álíli, að holt og gott uppeldi byggist fyrst og fremst á fjár- hagshliðinni. En fjármunirnir eru undir mörgum kring-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.