Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Page 77

Menntamál - 01.12.1935, Page 77
•MENNTÁMÁL 219 leikamáluni, sem „Kennslubók í fimleikuni“ cr látin bera fram. En höf. hcfir lagt mikla vlnnu i bókina og hún er samin af alúð og áhuga, og þess vegna á bókin erindi lil allra þeirra, er fim- Jeikum unna. //. M. Þ. Sænskar bækur. Eg vil nota lækifærið og vekja athygli lesenda Menntamála ,á helztu bókum, sem komið hafa út í Svíþjóð þetta ár og snerta uppeldi og skólastörf. Skal eg fara fljótt yfir sögu og drepa á það eitt, sem eg hygg, að koma megi isienzkum kennurum að notum. Nefni eg þá fyrst þá bókina, sem mest var talað um og mcsta athygli vakti. Hún heitir: „Svárhanterliga barn“ og kom í tveimur útgáfum á fárra mánaða fresti. Höfundurinn, Stina Palmborg, er kennari við Nordhemsskólann i Gautaborg og starf- .ar þar i rannsóknabekk fyrir gáfnasljó og andlega vanheil börn. Bókin er að mestu leyti frásagnir um vangæf börn, sem höf. hefir kynnzt — myndir, dregnar af ást á börnunum, mikilli sálfræðilegri þekkingu, og svo vel gerðar, að unun er að lesa. Hún kostar kr. (5.00 hér, og ætti að vera í hverju kennara- bókasafni. Þá skal bent á bók eftir heimsfræga vísindakonu, Charlotte Biihler, prófessor í sálarfræði við háskólann i Vín, cr kom út í sænskri þýðingu í sumar. Bókin heitir „Ungdoniens siiilsliv“ .og er talin mjög þýðingarmikið vísindarit. Próf. Biihler reisir kenningar sinar á heimildum frá æskunni s'jálfri, dagbókum, ljóð- um og sjálfslýsingum unglinga og samtölum við þá. Bókin er ljós og læsileg og mikils virði fyrir þá, sem kenna eða vinna með unglingum. Ivostar kr. (5.(55. Margir kennarar kvarta um ofþreytu og taugaveiklun, sem af þvi stafa, að þeir verða að leggja á sig óhóflega vinnu, sem mikil taugaáreynsla fylgir, til þess að hafa i sig og á. Er því ekki úr vegi, að vekja athygli á nýrri bók, sem heitir í sænskri þýðingu „Ni máste koppla av. Hur man övervinner nutidslivets páfrést- ningar", eftir Edmund Jacobson, læknisfræðidoktor í Chicago. En eigi hefi eg þekkingu til að dæma um bókina. Kostar hér kr. 7.35 buridin. Skólabókasöfn eru skammarlega ófullkomin hér á landi, eink- um í barnaskólum. Er þar eitt þeirra niála, sem vér kennarar þurfum að vinna röggsamlega fyrir. Hvöt og leiðbeiningu að því starfi er að sækja í nýja bók, sem heitir „Skolbiblioteket och undervisningen“, eftir Axel Norbeck, ráðunaut, um bókasöfn við barnaskólana i Gautaborg. Er hann talinn fremsti sérfræðingur

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.