Menntamál - 01.04.1937, Page 8
2
MENNTAMÁL
um. Vér liöfum og sagnir um ýmsar refsingar, scm voru
sannkallaðar misþyrmingar og pyndingar. Flengingar,
alls konar barsmíðar, vatnsdýfingar, matarsvifting, inni-
lokun og útilokun, voru almennustu refsingarnar hér á
landi, auk margs konar ónota og niðurlægingar, sem of
langt mál væri upp að lelja. Auk þess voru börn lirædd
og kvalin með öllu mögulegu móli: með Grýlu og hennar
hyslci, draugum, tröllum, álfum, skrímslum og útilegu-
mönnum, svo að þau urðu lijartveik og liáll-tryllt, og
bera margir þess ekki hætur alla æfi.
Þegar þess er gætt, að ástandið í öðrum menningar-
löndum var svipað og hér, þá er sízt að furða, þótt ýmsir
hugsandi menn, uppeldisfræðingar og aðrir, risu upp á
móti barnarcfsingum og vildu ýmist milda þær eða af-
nema þær með öllu.
Allir liafa einliverja hugmynd um, hvað átt er við með
orðinu refsing. Refsing eða hegning er einskonar þján-
ing eða óþægindi, sem lögð er á mann, og í þeim
tilgangi að koma í veg fyrir, að hann endurtaki yfir-
sjónir, af einliverjum, sem sjá á um, að siðareglum
sé hlýtt. Afbrotið, misgerðin eða yfirsjónin er verknað-
ur, sem brýtur í bága við einliverja siðferðis- eða siða-
reglu, sem álitin er góð og gagnleg i þjóðfélagi því eða
þjóðfélagsstétt, sejn um er að ræða.
Mikið hefir verið deilt um það, livort liinir fullorðnu
liafi nokkurn siðferðislegan rétt til að refsa harni og
livorl refsingar Iiafi nokkurt uppeldisgildi. Sumir svara
háðum þessum spurningum neitandi. Þessa skoðun sina
þykjast þeir I)vggja á uppeldisreynslu: að vel sé hægt að
ala börn upp, án þess að nokkurn tíma þurfi að beita
við þau refsingu. Refsingar séu því alltaf óþarfar og oft
skaðsamlegar fyrir harnið. Uppalandinn hafi því engan
rétt til að liegna því, þar eð engin refsing geti nolckurn
líma haft uppeldisgildi. — Þótt þessi skoðun hafi verið
mikið úthreidd í ýmsum alþýðlegum uppeldisritum, mun