Menntamál - 01.04.1937, Side 71

Menntamál - 01.04.1937, Side 71
menntamál 65 rétt í stigin og byrjum að láta börnin læra dæmin af spjöid- unum. Þau geta lært þau sjálf og hjálparlaust, þar sem svarið á dæminu er rétt skrifað öðrum megin á spjaldinu. Þegar barnið heldur sig kunna öll dæmin i stiginu, kemur það til kennarans og lætur prófa sig Ýmsir leikir fylgja þessu til að gera það skemmtilegra fyrir börnin. Einn er t. d. sá, að 2 börn leika saman og leikur ann- að kennara, en hitt nemanda. Annar leikur er það, að börnin spila á kortin; sá, sem fyrstur nefnir rétt svar, vinnur spilið og eftir á má svo telja, hver vann flest spil. Þriðji leikur er það, að póstmaðurinn kemur með bréf, og sá, sem les fyrstur á bréf- ið — reiknar dæmið — fær bréfið. Þegar börnin eru búin að læra dæmin á spjöldunum, fá þau blöð, þar sem hvert dæmi er prentað a. m. k. 5—ö sinnum. Ef börnin reikna það alveg rétt, er þeim leyft að byrja á næsta stigi. Það er tiltölulega fljót- legt að fara yfir þessi blöð, ef maður reiknar fyrst eitt eintak sjálfur og setur siðan brot í það blað rétt ofan við útkomurnar, leggur þær siðan við hliðina á.útkomum þeim, sem barnið reikn- aði. Sér maður þá strax, við að renna augunum eftir linunni, hvort útkomurnar eru eins. Samskonar spjöld og ég nefndi áður og samskonar leiki má vítanlega nota við að kenna börn- um að þekkja tölustafi og skilja gildi þeirra, þá er talan ann- ars vegar, en hins vegar mátulega margir deplar. Samskonar að- ferð en töluvert margbrotnari er notuð við byrjunarkennslu í lestri, og er þá byrjað að lesa heilar setningar. Hinum megin á spjaldinu er mynd er skýrir setninguna. Að lokum vil ég minnast á það, að börnin læra ótrúlega fljótt að reikna á jjennan hátt, og ef einhver kynni að vilja segja, að hann liefði ekki tíma til að láta börnin liggja yfir þessu, vil ég benda á það, að þeir, sem hafa litinn tima, hafa sérstaklega ástæðu til að verja honum vel. En það er varla hægt að verja námstíma ver en með því, að láta börn stympast við reikning, sem þau ráða ekkert við, hvort sem það er af því, að þau vant- ar þroska eða undirstöðuþekkingu. Að tilhlutun Iíennarafélags Árnesinga hefi ég nú byrjað að fjöl- rita bæði spjöldin og reikningsblöðin. Félagið liefir nú fyrir- liggjandi til sölu samlagningardæmin á spjöldum. 100 reiknings- spil á kr. 0.75 flokkinn, 35 fyrstu stigin í samlagningu, 22 fyrstu stigin í frádrætti og 20 fyrstu stigin í margföldun, ásamt töfl- um alll á 16 folio-blöðum ca. 300 dæmi á hverju blaði og lcost- ar 2V* eyri blaðið.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.