Menntamál - 01.04.1937, Side 43

Menntamál - 01.04.1937, Side 43
menntamái, 37 i'aun, að drengurinn var alltaf eins frjáls og óþving- aður við lestrarnámið og framast er liugsanlegt. Eg fullyrði, að hann liafðist ekkert að við lestrarnámið, ekki i eitt einasta skipti, án þess að vilja það sjálfur. Að lokum nokkur ályktunarorð: • 1. Svo sem Ijóst er af því, sem sagt er hér að fram- an, þá gat Örnólfur auðveldlega lærl að lesa fjölda orða og heilar setningar, áður en hann var fær um að selja þau saman úr stöfum og atkvæðum, jafnvel eftir að liann hafði íengið mikinn áhuga á að greina orðin sundur í stafi, gat hann enn ekki lesið þau, fyrr en hann kannaðist við heildarmynd orðsins. Þetla er merk staðreynd, í fullu samræmi við þær niðurstöður barnasálarfræðinnar, að börnin skynja í heildarmynd- um, og sumt af því, sem fullorðna fólkinu finnst ein- faldast, er börnunum torskildast. Er þelta alvarlegt Uppeldisfræðilegt umhugsunarefni, sem á við um lestr- arkennslu, en einnig um kennslu í öðrum greinum. 2. örnólfur, sem var algerlega frjáls við lestrarnám- ið, enda svo ungur, að um annað gat ekki verið að ræða, leil aldrei við að lesa orð eða setningar, sem ekki voru sett á einhvern liátt í samband við áhuga- og hugmyndaheim hans, og virtist alls ekki hafa skil- yrði til að hafa gagn af öðru. Hina venjulegu röð sund- Urlausra atkvæða, sem flestar byrjendabækur i lestri hefjast á: sí, só, sú, sá, lá, lí, ló, lú o. s. frv. fékkst hann ekki til að líta við né hafa yfir. 3. Orðin virtust ekki mismunandi erl'ið fyrir Örn- ólf eftir þvi, livort þau voru stutt eða löng, heldur nærri eingöngu eftir þvi, að hve miklu leyti tókst að setja þau í samhand við áhugaefni hans. Augljóst var, að teiknun og skrift (j)rentletur) hjálp- uðu Örnólfi eigi lítið við lestrarnámið, hæði með því að glæða og viðhalda áhuganum, og með því að festa uiyndir orða og stafa í minninu.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.