Menntamál - 01.04.1937, Qupperneq 45
MENNTAMÁL
39
um. Það er vor í lofti og
gróðurangan úr mold
hins nýja tíma. Þjóðin er
bjartsýn og hugrökk, og
hin nýfrjálsa þjóð fer að
liefja nýtt landnám i hin
þúsund ára gamla ríki
sínu, og fer að lifa menn-
ingarlífi á alþjóðamæli
kvarða. Það verður byll-
ing i atvinnulífinu, sem
að visu var byrjuð áður,
og um leið sú mesta bylt-
ing i islenszku þjóðlífi,
sem orðið hefir allt frá
landnámstíð. Mikill hluti
þjóðarinnar hverfur frá
ræktunarstörfunum úr
kyrrð og friði sveitalífsins, i þéttbýlið við sjóinn.
Það er ákaflega erfitt að gera sér grein fyrir, livaða
afleiðingar þessi þjóðlífshylting liefir haft, og nnm hafa,
en ])að er nokkurnveginn vist, að það er ekki hægt að
höggva svo á þúsund ára gamlar rætur, að ekki devi
eitthvað af þeim grænu greinum, sem bornar voru til
að lifa. En slík reikningsskil, á milli liins gamla og nýja
tíma, verður framtiðin að gera, ef þau verða þá nokk-
urntíma gerð til fulls. En svo mikið er vist, að hlutur
sveitanna í íslenzkri nýmenningu er stór, og verður
merkilegt rannsóknarefni seinni tíma. Hin forna sveita-
menning var að vísu fábreytt, og laus við allan glæsi-
leik, en hún var þróttmikil og harðger eins og háfjalla-
gróðurinn, og það er hennar blóð, sem enn rennur i
æðum olckar ungu kaupstaðamenningar, og enn má
segja, að þjóðin standi öðrum fæti í hinni gömlu jörð.
Enn hera þeir menn að mestu liitann og þungann í þjóð-